Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 29-21 | Valsmenn rúlluðu yfir nýliðana Stefán Árni Pálsson skrifar 28. september 2015 15:10 Daníel Þór Ingason. Vísir/Vilhelm Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Gróttu, 29-21, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 í upphafi leiksins en þá var þátttöku Gróttu í fyrri hálfleiknum lokið. Hlynur Morthens byrjaði að verja eins og skepna og Valsmenn keyrðu ítrekað í bakið á Gróttu og skoruðu með því auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Gróttumenn áttu einfaldlega ekki séns í hraðan leik Valsara og fljótlega var munurinn of mikill. Valsarar sýndu frábæran varnarleik, Hlynur kom þá með fyrir aftan og auðveld mörk litu dagsins ljós. Staðan í hálfleik var 19-10 fyrir Val. Þá hafði Hlynur Morthens varið tíu bolta. Grótta þurfti kraftaverk til að komast inn í leikinn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti eftir leikhléið og var munurinn orðinn tíu mörk, 22-12, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það skemmst frá því að segja að Grótta komst aldrei í takt við þennan handboltaleik og unnu Valsarar að lokum gríðarlega öruggan sigur, 29-21. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur í liði Vals með níu mörk. Grótta þarf heldur betur að endurskoða sinn leik eftir kvöldið í kvöld. Hlynur Morthens varði 18 skot og var með 53% markvörslu. Ómar Ingi: Erum stórhættulegir í þessum ham„Þetta var ekki jafn auðveldur sigur og tölurnar gefa til kynna,“ segir Ómari Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þeirri forystu sem við vorum með í hálfleik. Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleiknum,sem gaf okkur þetta forskot. Bubbi var að verja vel og við náðum að skora fullt af mörkum úr hröðum upphlaupum.“ Ómar segir að liðið hafi sýnt mjög skynsaman sóknarleik í kvöld. „Þegar vörnin okkar er svona þétt, þá fáum við fullt af hraðaupphlaupum og það er stórhættulegt.“ Finnur Ingi: Valsarar nokkrum númerum og stórir„Valsararnir voru bara númeri of stórir í kvöld,“ segir Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, og fyrrverandi leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld. „Eftir þolanlega byrjun hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar, þá bara keyra þeir alveg yfir okkur. Við förum illa með okkar sóknir og Valur er bara með það sterkt lið að svoleiðis má bara alls ekki.“ Finnur segir að þrátt fyrir slæma stöðu hafi liðið ávallt haldið haus og klárað leikinn. „Í dag er bara svona mikill gæðamunur á þessum liðum, tölurnar ljúga aldrei. Við eigum eftir að bæta fullt að hlutum.“ Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Gróttu, 29-21, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 í upphafi leiksins en þá var þátttöku Gróttu í fyrri hálfleiknum lokið. Hlynur Morthens byrjaði að verja eins og skepna og Valsmenn keyrðu ítrekað í bakið á Gróttu og skoruðu með því auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Gróttumenn áttu einfaldlega ekki séns í hraðan leik Valsara og fljótlega var munurinn of mikill. Valsarar sýndu frábæran varnarleik, Hlynur kom þá með fyrir aftan og auðveld mörk litu dagsins ljós. Staðan í hálfleik var 19-10 fyrir Val. Þá hafði Hlynur Morthens varið tíu bolta. Grótta þurfti kraftaverk til að komast inn í leikinn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti eftir leikhléið og var munurinn orðinn tíu mörk, 22-12, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það skemmst frá því að segja að Grótta komst aldrei í takt við þennan handboltaleik og unnu Valsarar að lokum gríðarlega öruggan sigur, 29-21. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur í liði Vals með níu mörk. Grótta þarf heldur betur að endurskoða sinn leik eftir kvöldið í kvöld. Hlynur Morthens varði 18 skot og var með 53% markvörslu. Ómar Ingi: Erum stórhættulegir í þessum ham„Þetta var ekki jafn auðveldur sigur og tölurnar gefa til kynna,“ segir Ómari Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þeirri forystu sem við vorum með í hálfleik. Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleiknum,sem gaf okkur þetta forskot. Bubbi var að verja vel og við náðum að skora fullt af mörkum úr hröðum upphlaupum.“ Ómar segir að liðið hafi sýnt mjög skynsaman sóknarleik í kvöld. „Þegar vörnin okkar er svona þétt, þá fáum við fullt af hraðaupphlaupum og það er stórhættulegt.“ Finnur Ingi: Valsarar nokkrum númerum og stórir„Valsararnir voru bara númeri of stórir í kvöld,“ segir Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, og fyrrverandi leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld. „Eftir þolanlega byrjun hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar, þá bara keyra þeir alveg yfir okkur. Við förum illa með okkar sóknir og Valur er bara með það sterkt lið að svoleiðis má bara alls ekki.“ Finnur segir að þrátt fyrir slæma stöðu hafi liðið ávallt haldið haus og klárað leikinn. „Í dag er bara svona mikill gæðamunur á þessum liðum, tölurnar ljúga aldrei. Við eigum eftir að bæta fullt að hlutum.“
Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira