Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. september 2015 12:32 Flóttamannabúðirnar í Mytilini eru orðnar yfirfullar. Vísir/AFP 2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin. Flóttamenn Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eynni, segir að verið sé að reyna að grípa til aðgerða en enn sé mikil ringulreið. „Sjálfboðaliðarnir hafa ekki haft neina aðstöðu eða einhvern stað til að vísa fólki á þannig að það hefur bara verið á göngu. Það er ótrúlega mikið af fólki á úti á vegunum sem hefur verið á göngu en það sem hefur verið að gerast núna síðustu þrjár daga er að það hafa verið að koma rútur aftur,“ segir hún. „Stjórnvöld sendu extra mannskap til Mytilini til að reyna að fá sem flesta úr búðunum þar sem eru orðnar yfirfullar.“ Er þá staðan eitthvað að batna? „Hér er bara einn dagur tekinn í einu. Það hefur ekkert breytt aðstæðum fólksins hérna. Það eru örugglega 150 manns í kringum mig að bíða eftir að komast með rútu til Mytilini og við vitum svo sem ekki hvenær rúturnar koma,“ segir Þórunn. Flóttamannastraumurinn til Lesbos heldur líka áfram og hundruð koma til eyjarinnar á hverjum degi.Stöðugur straumur flóttafólks er enn til eyjarinnar.Vísir/AFP„Það hættir ekkert. Þetta er ein af stystu leiðunum yfir sundið þannig að það má alveg búast við því áfram,“ segir Þórunn. Víðar í Evrópu er verið að grípa til aðgerða vegna flóttafólks, þá á mismunandi forsendum. Ungverski herinn er farinn að undirbúa mögulega aðkomu sína að því að varna flóttafólki inngöngu í landið yfir landamærin í suðri. Stjórnvöld ráðgera að senda hermenn til að hjálpa lögreglunni þar sem þúsundir flóttamanna koma frá Serbíu á hverjum einasta degi. Gaddavírsgirðing hefur verið reist meðfram landamærunum. Þingmenn á ungverska þinginu munu að öllum líkindum greiða atkvæði um aðkomu hersins að málinu síðar í mánuðinum. Áætlanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega af mannréttindasamtökum. Þá lokuðu dönsk stjórnvöld lestarteinum sem liggja yfir landið í frá Þýskalandi til Svíþjóðar eftir hundruð flóttamanna voru stöðvaðir á leið sinni til Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að lestarsamgöngur verði aftur komnar á fljótlega í dag eftir að hluti flóttafólksins samþykktu að skrá sig í Danmörku og aðrir fóru með einkabílum yfir landamærin.
Flóttamenn Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira