Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 14:26 Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs í vikunni en fyrsta umræða um það stendur nú yfir á Alþingi. vísir/GVA „Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28