Bylting í dreifileiðum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 11:50 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur þetta jákvæða þróun fyrir dreifingu. Vísir/Daníel Rúnarsson Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar. Netflix Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar.
Netflix Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira