Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 14:19 Verjendur sakborninga í Aurum-málinu þegar ómerkingarkrafa ríkissaksóknara var tekin fyrir í Hæstarétti fyrr á árinu. vísir/ernir Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. Telur saksóknari að efast megi um óhlutdrægni dómsformannsins meðal annars vegna orða hans um að saksóknari hafi vegið gróflega að starfsheiðri sínum. Í málflutningsræðu sinni lagði Óttar áherslu á það að í ummælum Guðjóns væri ekki lýst almennri afstöðu hans til sérstaks saksóknara eða embættis hans. Dómsformaður væri aðeins að lýsa skoðun sinni í afmörkuðu tilviki og þau bæri að virða í því „afar sérstæða samhengi“ þegar þau voru látin falla.Gerði orð Sverris ekki að sínum orðum Sagði Óttar að ummæli dómsformanns hefðu verið til þess að skýra orð Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda, sem hann lét falla í viðtali við RÚV eftir að dómur féll. Ekkert í orðum Guðjóns benti hins vegar til þess að hann hefði gert orð Sverris að sínum en Sverrir sagðist meðal annars ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað að hann og Ólafur Ólafsson, sakborningur í Al Thani-málinu væru bræður. Þá sagði Sverrir að viðbrögð saksóknara bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðuleiki embættis hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Óttar sagði að auk þessa væri ekki heldur fólgin nein afstaða til sakarefnisins í orðum dómsformannsins. Þá bentu ummælin ekki heldur til þess að Guðjón hefði fyrirfram gefna afstöðu til sakarefnisins.„Dómarinn verður bara að þola það“ Þá þyrfti meira til þegar ummæli beindust að sakflytjenda svo dómari yrði vanhæfur en þegar orðum væri beint að sakborningi, brotaþola eða öðrum aðilum máls. Að auki gerðu deilur milli dómara og sakflytjenda dómara almennt ekki vanhæfa; sagði Óttar að jafnvel þó að kærur gengu manna á milli þá væri það ekki einu sinni almennt talið valda vanhæfi. Óttar sagði jafnframt að ekki mætti gleyma því að í huga dómarans var það saksóknari sem vó að starfsheiðri hans með orðum sínum í fjölmiðlum: „Dómarinn verður bara að þola það án þess að láta það hafa áhrif á dómstörfin, hann má ekki láta það trufla sig.“Vanhæfur að mati sérstaks saksóknara en hæfur að mati ríkissaksóknara? Þá fór Óttar yfir það að þegar reyndi á kröfu verjenda um það að Guðjón og Sverrir myndu bera vitni fyrir í sérstöku vitnamáli um það sem um var deilt á sínum tíma hafi það komið fram í málatilbúnaði ríkissaksóknara að þá fyrst yrði dómsformaður vanhæfur til að dæma í málinu ef hann myndi bera vitni um atvik þess. Því væri afstaða sérstaks saksóknara „í hrópandi mótsögn“ við afstöðu ríkissaksóknara við meðferð málsins. Óttar sagði svo að það kunni að vera óheppilegt að dómsformaðurinn hafi sagt það upphátt eða á prenti að ómaklega hafi verið að honum vegið. Hins vegar hefði hann ekki gengið svo langt með orðum sínum að hann geti ekki lengur litið óhlutdrægt á málavexti. Það yrði svo raunverulegt álitamál, ef krafa saksóknara næði fram að ganga, hvort að dómsformaðurinn myndi þar með dæma sig úr leik í öllum þeim fjölda mála sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. Telur saksóknari að efast megi um óhlutdrægni dómsformannsins meðal annars vegna orða hans um að saksóknari hafi vegið gróflega að starfsheiðri sínum. Í málflutningsræðu sinni lagði Óttar áherslu á það að í ummælum Guðjóns væri ekki lýst almennri afstöðu hans til sérstaks saksóknara eða embættis hans. Dómsformaður væri aðeins að lýsa skoðun sinni í afmörkuðu tilviki og þau bæri að virða í því „afar sérstæða samhengi“ þegar þau voru látin falla.Gerði orð Sverris ekki að sínum orðum Sagði Óttar að ummæli dómsformanns hefðu verið til þess að skýra orð Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda, sem hann lét falla í viðtali við RÚV eftir að dómur féll. Ekkert í orðum Guðjóns benti hins vegar til þess að hann hefði gert orð Sverris að sínum en Sverrir sagðist meðal annars ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað að hann og Ólafur Ólafsson, sakborningur í Al Thani-málinu væru bræður. Þá sagði Sverrir að viðbrögð saksóknara bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðuleiki embættis hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Óttar sagði að auk þessa væri ekki heldur fólgin nein afstaða til sakarefnisins í orðum dómsformannsins. Þá bentu ummælin ekki heldur til þess að Guðjón hefði fyrirfram gefna afstöðu til sakarefnisins.„Dómarinn verður bara að þola það“ Þá þyrfti meira til þegar ummæli beindust að sakflytjenda svo dómari yrði vanhæfur en þegar orðum væri beint að sakborningi, brotaþola eða öðrum aðilum máls. Að auki gerðu deilur milli dómara og sakflytjenda dómara almennt ekki vanhæfa; sagði Óttar að jafnvel þó að kærur gengu manna á milli þá væri það ekki einu sinni almennt talið valda vanhæfi. Óttar sagði jafnframt að ekki mætti gleyma því að í huga dómarans var það saksóknari sem vó að starfsheiðri hans með orðum sínum í fjölmiðlum: „Dómarinn verður bara að þola það án þess að láta það hafa áhrif á dómstörfin, hann má ekki láta það trufla sig.“Vanhæfur að mati sérstaks saksóknara en hæfur að mati ríkissaksóknara? Þá fór Óttar yfir það að þegar reyndi á kröfu verjenda um það að Guðjón og Sverrir myndu bera vitni fyrir í sérstöku vitnamáli um það sem um var deilt á sínum tíma hafi það komið fram í málatilbúnaði ríkissaksóknara að þá fyrst yrði dómsformaður vanhæfur til að dæma í málinu ef hann myndi bera vitni um atvik þess. Því væri afstaða sérstaks saksóknara „í hrópandi mótsögn“ við afstöðu ríkissaksóknara við meðferð málsins. Óttar sagði svo að það kunni að vera óheppilegt að dómsformaðurinn hafi sagt það upphátt eða á prenti að ómaklega hafi verið að honum vegið. Hins vegar hefði hann ekki gengið svo langt með orðum sínum að hann geti ekki lengur litið óhlutdrægt á málavexti. Það yrði svo raunverulegt álitamál, ef krafa saksóknara næði fram að ganga, hvort að dómsformaðurinn myndi þar með dæma sig úr leik í öllum þeim fjölda mála sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15