Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2015 14:19 Verjendur sakborninga í Aurum-málinu þegar ómerkingarkrafa ríkissaksóknara var tekin fyrir í Hæstarétti fyrr á árinu. vísir/ernir Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. Telur saksóknari að efast megi um óhlutdrægni dómsformannsins meðal annars vegna orða hans um að saksóknari hafi vegið gróflega að starfsheiðri sínum. Í málflutningsræðu sinni lagði Óttar áherslu á það að í ummælum Guðjóns væri ekki lýst almennri afstöðu hans til sérstaks saksóknara eða embættis hans. Dómsformaður væri aðeins að lýsa skoðun sinni í afmörkuðu tilviki og þau bæri að virða í því „afar sérstæða samhengi“ þegar þau voru látin falla.Gerði orð Sverris ekki að sínum orðum Sagði Óttar að ummæli dómsformanns hefðu verið til þess að skýra orð Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda, sem hann lét falla í viðtali við RÚV eftir að dómur féll. Ekkert í orðum Guðjóns benti hins vegar til þess að hann hefði gert orð Sverris að sínum en Sverrir sagðist meðal annars ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað að hann og Ólafur Ólafsson, sakborningur í Al Thani-málinu væru bræður. Þá sagði Sverrir að viðbrögð saksóknara bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðuleiki embættis hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Óttar sagði að auk þessa væri ekki heldur fólgin nein afstaða til sakarefnisins í orðum dómsformannsins. Þá bentu ummælin ekki heldur til þess að Guðjón hefði fyrirfram gefna afstöðu til sakarefnisins.„Dómarinn verður bara að þola það“ Þá þyrfti meira til þegar ummæli beindust að sakflytjenda svo dómari yrði vanhæfur en þegar orðum væri beint að sakborningi, brotaþola eða öðrum aðilum máls. Að auki gerðu deilur milli dómara og sakflytjenda dómara almennt ekki vanhæfa; sagði Óttar að jafnvel þó að kærur gengu manna á milli þá væri það ekki einu sinni almennt talið valda vanhæfi. Óttar sagði jafnframt að ekki mætti gleyma því að í huga dómarans var það saksóknari sem vó að starfsheiðri hans með orðum sínum í fjölmiðlum: „Dómarinn verður bara að þola það án þess að láta það hafa áhrif á dómstörfin, hann má ekki láta það trufla sig.“Vanhæfur að mati sérstaks saksóknara en hæfur að mati ríkissaksóknara? Þá fór Óttar yfir það að þegar reyndi á kröfu verjenda um það að Guðjón og Sverrir myndu bera vitni fyrir í sérstöku vitnamáli um það sem um var deilt á sínum tíma hafi það komið fram í málatilbúnaði ríkissaksóknara að þá fyrst yrði dómsformaður vanhæfur til að dæma í málinu ef hann myndi bera vitni um atvik þess. Því væri afstaða sérstaks saksóknara „í hrópandi mótsögn“ við afstöðu ríkissaksóknara við meðferð málsins. Óttar sagði svo að það kunni að vera óheppilegt að dómsformaðurinn hafi sagt það upphátt eða á prenti að ómaklega hafi verið að honum vegið. Hins vegar hefði hann ekki gengið svo langt með orðum sínum að hann geti ekki lengur litið óhlutdrægt á málavexti. Það yrði svo raunverulegt álitamál, ef krafa saksóknara næði fram að ganga, hvort að dómsformaðurinn myndi þar með dæma sig úr leik í öllum þeim fjölda mála sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. Telur saksóknari að efast megi um óhlutdrægni dómsformannsins meðal annars vegna orða hans um að saksóknari hafi vegið gróflega að starfsheiðri sínum. Í málflutningsræðu sinni lagði Óttar áherslu á það að í ummælum Guðjóns væri ekki lýst almennri afstöðu hans til sérstaks saksóknara eða embættis hans. Dómsformaður væri aðeins að lýsa skoðun sinni í afmörkuðu tilviki og þau bæri að virða í því „afar sérstæða samhengi“ þegar þau voru látin falla.Gerði orð Sverris ekki að sínum orðum Sagði Óttar að ummæli dómsformanns hefðu verið til þess að skýra orð Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda, sem hann lét falla í viðtali við RÚV eftir að dómur féll. Ekkert í orðum Guðjóns benti hins vegar til þess að hann hefði gert orð Sverris að sínum en Sverrir sagðist meðal annars ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað að hann og Ólafur Ólafsson, sakborningur í Al Thani-málinu væru bræður. Þá sagði Sverrir að viðbrögð saksóknara bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðuleiki embættis hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Óttar sagði að auk þessa væri ekki heldur fólgin nein afstaða til sakarefnisins í orðum dómsformannsins. Þá bentu ummælin ekki heldur til þess að Guðjón hefði fyrirfram gefna afstöðu til sakarefnisins.„Dómarinn verður bara að þola það“ Þá þyrfti meira til þegar ummæli beindust að sakflytjenda svo dómari yrði vanhæfur en þegar orðum væri beint að sakborningi, brotaþola eða öðrum aðilum máls. Að auki gerðu deilur milli dómara og sakflytjenda dómara almennt ekki vanhæfa; sagði Óttar að jafnvel þó að kærur gengu manna á milli þá væri það ekki einu sinni almennt talið valda vanhæfi. Óttar sagði jafnframt að ekki mætti gleyma því að í huga dómarans var það saksóknari sem vó að starfsheiðri hans með orðum sínum í fjölmiðlum: „Dómarinn verður bara að þola það án þess að láta það hafa áhrif á dómstörfin, hann má ekki láta það trufla sig.“Vanhæfur að mati sérstaks saksóknara en hæfur að mati ríkissaksóknara? Þá fór Óttar yfir það að þegar reyndi á kröfu verjenda um það að Guðjón og Sverrir myndu bera vitni fyrir í sérstöku vitnamáli um það sem um var deilt á sínum tíma hafi það komið fram í málatilbúnaði ríkissaksóknara að þá fyrst yrði dómsformaður vanhæfur til að dæma í málinu ef hann myndi bera vitni um atvik þess. Því væri afstaða sérstaks saksóknara „í hrópandi mótsögn“ við afstöðu ríkissaksóknara við meðferð málsins. Óttar sagði svo að það kunni að vera óheppilegt að dómsformaðurinn hafi sagt það upphátt eða á prenti að ómaklega hafi verið að honum vegið. Hins vegar hefði hann ekki gengið svo langt með orðum sínum að hann geti ekki lengur litið óhlutdrægt á málavexti. Það yrði svo raunverulegt álitamál, ef krafa saksóknara næði fram að ganga, hvort að dómsformaðurinn myndi þar með dæma sig úr leik í öllum þeim fjölda mála sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30 Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“ Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað. 13. apríl 2015 13:30
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15