Fjallsárlón virkjað í þágu ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2015 21:15 Uppbygging ferðamannaaðstöðu er að hefjast við Fjallsárlón í Öræfum. Þetta er annað jökullónið við rætur Vatnajökuls þar sem ferðamönnum býðst að sigla innan um fljótandi ísjaka. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er fyrir löngu orðið ein helsta táknmynd Íslands í ferðamannabæklingum en það hefur í aldarfjórðung verið nýtt til ferðamannasiglinga. Og nú hefur annað lón á sömu slóðum, Fjallsárlón, verið virkjað í þágu ferðamanna.Fjallsárlón er við rætur Öræfajökuls.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fyrirtækið Fjallsárlón ehf. hefur undanfarin þrjú sumur siglt með ferðamenn um lónið og notað til þess hraðskreiða gúmmíbáta, svokallaða zodiac-báta. Að fyrirtækinu standa þrír ungir menn, þeirra á meðal Steinþór Arnarson frá Hofi í Öræfum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann starfsemina hafa gengið vel og hún væri stöðugt að vaxa. Aðstaðan við Fjallsárlón er hins vegar takmörkuð, eitt hjólhýsi fyrir starfsmenn, yfirbyggð kerra fyrir miðasölu, einn kamar og lítið bílastæði. En nú á að bæta úr, byggja þjónustuhús með veitingasal, leggja nýjan veg og stærra bílastæði. „Við ætlum að klára þetta fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með betri aðstöðu. Við ætlum áfram að láta umhverfið hérna á svæðinu vera í fyrsta sæti. Við verðum utan við jökulöldurnar,“ segir Steinþór.Litlir gúmmíbátar eru notaðir til siglinga með ferðamenn á Fjallsárlóni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þeir lögðu hins vegar ekki í slíka fjárfestingu nema að tryggja sér sérleyfi til tólf ára sem þeir greiða fyrir níu og hálfa milljón króna á ári. Þeir eru komnir með leyfi allra bænda á svæðinu sem og sveitarfélagsins. Siglingar á Fjallsárlóni eru eingöngu yfir sumarmánuði, frá miðjum maímánuði og fram í miðjan september, en lónið frýs á veturna. Þeir hyggjast áfram notu sömu tegund báta enda segir Steinþór þá vera mjög ánægða með bátana og fólk jafnframt ánægt að sigla í litlum bátum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Uppbygging ferðamannaaðstöðu er að hefjast við Fjallsárlón í Öræfum. Þetta er annað jökullónið við rætur Vatnajökuls þar sem ferðamönnum býðst að sigla innan um fljótandi ísjaka. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er fyrir löngu orðið ein helsta táknmynd Íslands í ferðamannabæklingum en það hefur í aldarfjórðung verið nýtt til ferðamannasiglinga. Og nú hefur annað lón á sömu slóðum, Fjallsárlón, verið virkjað í þágu ferðamanna.Fjallsárlón er við rætur Öræfajökuls.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fyrirtækið Fjallsárlón ehf. hefur undanfarin þrjú sumur siglt með ferðamenn um lónið og notað til þess hraðskreiða gúmmíbáta, svokallaða zodiac-báta. Að fyrirtækinu standa þrír ungir menn, þeirra á meðal Steinþór Arnarson frá Hofi í Öræfum. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann starfsemina hafa gengið vel og hún væri stöðugt að vaxa. Aðstaðan við Fjallsárlón er hins vegar takmörkuð, eitt hjólhýsi fyrir starfsmenn, yfirbyggð kerra fyrir miðasölu, einn kamar og lítið bílastæði. En nú á að bæta úr, byggja þjónustuhús með veitingasal, leggja nýjan veg og stærra bílastæði. „Við ætlum að klára þetta fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með betri aðstöðu. Við ætlum áfram að láta umhverfið hérna á svæðinu vera í fyrsta sæti. Við verðum utan við jökulöldurnar,“ segir Steinþór.Litlir gúmmíbátar eru notaðir til siglinga með ferðamenn á Fjallsárlóni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þeir lögðu hins vegar ekki í slíka fjárfestingu nema að tryggja sér sérleyfi til tólf ára sem þeir greiða fyrir níu og hálfa milljón króna á ári. Þeir eru komnir með leyfi allra bænda á svæðinu sem og sveitarfélagsins. Siglingar á Fjallsárlóni eru eingöngu yfir sumarmánuði, frá miðjum maímánuði og fram í miðjan september, en lónið frýs á veturna. Þeir hyggjast áfram notu sömu tegund báta enda segir Steinþór þá vera mjög ánægða með bátana og fólk jafnframt ánægt að sigla í litlum bátum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15 Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Fyrsti byggingarkrani Öræfa í stærsta sveitahóteli Íslands Stærsta hótel í dreifbýli á Íslandi, yfir eitthundrað herbergja lúxushótel, rís nú á Hnappavöllum í Öræfum. 28. ágúst 2015 21:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun