Tilvistarkreppa þjóðríkisins Eðvarð T. Jónsson skrifar 14. september 2015 23:03 Stríðsátök, fátækt, hungur og aðrar hörmungar af mannavöldum víða um heim leiða hugann enn á ný að þeirri tilvistarkreppu sem steðjar að fullvalda ríkjum heims. Lengi hefur verið ljóst að þjóðir heims geta ekki einar og óstuddar, og jafnvel ekki nokkrar saman, tekist á við alþjóðleg vandamál eins og stórfelldan straum flóttamanna, hermdarverk, loftlagsbreytingar, fátækt, hungur og alþjóðlega glæpastarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Samninga og samvinnu er þörf en hver á að sjá til þess að ríki standi við gerða samninga meðan alþjóðlegt valdsumboð skortir til að koma lögum yfir þá sem brjóta þá? Þeim níðingsverkum virðast engin takmörk sett sem vinna má innan og utan landamæra þjóðríkjanna með alla heimsbyggðina sem hjálparlausan áhorfanda. Óskorað fullveldi þjóðríkisins er hættuleg tímaskekkja. Engin þjóð getur leyst alþjóðleg vandamál 21. aldarinnar ein síns liðs. Það er allsherjarþörf fyrir alþjóðlegt samstarf eins og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á. Upplausn og örvænting í heiminum munu stigmagnast meðan þjóðir heims stefna ekki að slíku samstarfi af fullri alvöru. Lausnin er raunveruleg eining, samvinna og samráð þjóða á milli. Breski sagnfræðingurinn Arnold Toynbee skrifaði um þessa þróun af mikilli skarpskyggni og nánast spámannlegu innsæi um miðbik síðustu aldar. Hann tengdi lausnina á hnattrænni kreppu einingu þjóðanna og samruna trúarbragðanna. Þótt landfræðilegar einingar stækki eru þeir margir sem vilja halda í hugmyndina um óskorað fullveldi þjóðríkisins, ekki síst þeir valdamenn og leiðtogar sem þráfaldlegast hafa vanrækt skyldurnar og misnotað réttindin sem það gefur. Eftir mannfjöldaráðstefnuna í Búkarest 1974 ritaði blaðamaður eftirmæli hennar: „Sumar þjóðir vilja heldur tortímast sem frjáls og fullvalda ríki en fórna hinu minnsta í þágu heildarinnar.“ Í frægri skýrslu sem á sínum tíma var lögð fyrir Rómarklúbbinn segir að vandamál heimsbyggðarinnar sé aðeins hægt að leysa með samvinnu á alþjóðlegum grundvelli. Þetta felur í sér slíka breytingu á hefðbundnum viðhorfum að menn kveinka sér við tilhugsunina. Höfundar skýrslunnar, Mesarovic og Pestel, segja til dæmis að leggja verði grundvöll að nýju heimsskipulagi „þar sem sérhver einstaklingur uppfyllir sitt hlutverk sem meðlimur alþjóðlegs samfélags.“ Þetta þýðir, að dómi þeirra félaga, að í slíku heimsskipulagi myndi mannfellir af völdum þurrka í Súdan vekja sömu viðbrögð í Evrópu og hungursneyð í Rúmeníu. Ef ekki tekst að bræða saman heiminn í sameiginlegt hnattrænt hagsmunakerfi, blasa við ennþá stórfelldari átök, hatur og eyðilegging. Tvennt stuðlar að þessu: alþjóðleg hreppasjónarmið, sjálfshyggjan sem er innbyggð í þjóðríkishugsunina og pólitískt forræði „sterkra stjórnmálamanna“ og hagsmunahópa sem hanga á hverfulu valdi eins og hundar á roði. Stærri ríkjasambönd krefjast meiri samvinnu og umfram allt samráðs, þar sem leiðarljósið er hagsmunir heildarinnar. Þannig gæti hyllt undir það að með eðlisbreytingu þjóðríkisins hverfi flokka- og sérhagsmunapólitík með þeirri spillingu, átökum og skrumskælingu mannlegs samfélags sem henni fylgir. Í stað úreltrar skilgreiningar stjórnmála í vinstri og hægri stefnu komi svæðisbundin sjónarmið annarsvegar og alþjóðleg hinsvegar, tvær hliðar á einni og sömu mynt. Fjöldi þjóða hefur viðurkennt þessa staðreynd, ef ekki í orði þá á borði. Hinar gömlu menningarþjóðir Evrópu hafa tekið upp samstarf sem vonandi er fyrsta skrefið að yfirþjóðlegu dóms-, löggjafa- og framkvæmdavaldi í mikilvægum málaflokkum. Valið stendur annarsvegar á milli meiri öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og hinsvegar alþjóðahyggju, sem byggir á heilshugar viðurkenningu á sameiginlegum hagsmunum, einingu og bræðralagi allra manna. Kjarni þessa sjónarmiðs var settur fram á síðustu öld af Bahá'u'lláh, höfundi bahá'í trúarinnar, með eftirfarandi orðum: „Jörðin er eitt föðurland og íbúar þess mannkynið.“ Þessi orð eru ekki síst merkileg fyrir það að þau voru sögð fyrir meira en hundrað og fimmtíu árum, á gullöld þjóðríkisins. Bahá'u'lláh spáði á 19. öld fyrir um sameiningu þjóða heimsins og trúarbragða þess. Það sem er merkilegast við sýn hans er að hann sér alla mannlega viðleitni sem hluta af einu þroskaferli sem hefur aðeins eitt markmið: allsherjarbræðralag þjóða heims, einingu í fjölbreytileika hinnar mannlegu fjölskyldu. Þróunin hefur sýnt að þetta er ekki aðeins fróm óskhyggja eða draumórar. Lýðræði og þingræði hafa leyst einveldi og harðstjórn af hólmi þjóðir heimsins byrjuðu síðan að sameinast og renna saman í stærri einingar. Bahá'u'lláh sagði tæpri öld fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna að sá tími mundi koma að þjóðir heims fórnuðu hluta af óskoruðu forræði sínu til að tryggja sameiginlegt öryggi til alþjóðlegrar stofnunar. Öll ríki heims ættu aðild að henni og hún færi fyrir þeirra hönd með alþjóðlegt framkvæmdavald sem m.a. fæli í sér að koma lögum yfir þá sem ógnuðu heimsfriðnum. Þessu ferli er hvergi nærri lokið. Lítið og ófullkomið þjóðabandalag eins og Evrópusambandið er ekki fylling þessarar þróunar heldur upphafið á ferli, sem leiða mun til friðsamlegrar sameiningar allra þjóða heims. Spádómum Bahá'u'lláh um hnignun og fall konungsvelda, gjörbreytta stjórnarhætti, heimsstyrjaldir, hnignun siðferðis og allsherjarumbrot, sem í fyllingu tímans fæða af sér nýja sameinaða veröld friðar og réttlætis hefur verið lítill gaumur gefinn hingað til. En það er full ástæða til að taka þá alvarlega því þeir eru að rætast fyrir augum okkar. Í þessu sambandi má minna á undirskriftarsöfnun sem fram fer á netinu þar sem ákall er sent til Sameinuðu þjóðanna þess efnis að boðað verði í þeirra nafni til tímamótafundar leiðtoga allra þjóða heims með það að markmiði að finna á einlægan og fordómalausan hátt leiðir til að skapa varanlegan frið á jörðu. Eðvarð T. Jónsson edvardj@gmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Stríðsátök, fátækt, hungur og aðrar hörmungar af mannavöldum víða um heim leiða hugann enn á ný að þeirri tilvistarkreppu sem steðjar að fullvalda ríkjum heims. Lengi hefur verið ljóst að þjóðir heims geta ekki einar og óstuddar, og jafnvel ekki nokkrar saman, tekist á við alþjóðleg vandamál eins og stórfelldan straum flóttamanna, hermdarverk, loftlagsbreytingar, fátækt, hungur og alþjóðlega glæpastarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Samninga og samvinnu er þörf en hver á að sjá til þess að ríki standi við gerða samninga meðan alþjóðlegt valdsumboð skortir til að koma lögum yfir þá sem brjóta þá? Þeim níðingsverkum virðast engin takmörk sett sem vinna má innan og utan landamæra þjóðríkjanna með alla heimsbyggðina sem hjálparlausan áhorfanda. Óskorað fullveldi þjóðríkisins er hættuleg tímaskekkja. Engin þjóð getur leyst alþjóðleg vandamál 21. aldarinnar ein síns liðs. Það er allsherjarþörf fyrir alþjóðlegt samstarf eins og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á. Upplausn og örvænting í heiminum munu stigmagnast meðan þjóðir heims stefna ekki að slíku samstarfi af fullri alvöru. Lausnin er raunveruleg eining, samvinna og samráð þjóða á milli. Breski sagnfræðingurinn Arnold Toynbee skrifaði um þessa þróun af mikilli skarpskyggni og nánast spámannlegu innsæi um miðbik síðustu aldar. Hann tengdi lausnina á hnattrænni kreppu einingu þjóðanna og samruna trúarbragðanna. Þótt landfræðilegar einingar stækki eru þeir margir sem vilja halda í hugmyndina um óskorað fullveldi þjóðríkisins, ekki síst þeir valdamenn og leiðtogar sem þráfaldlegast hafa vanrækt skyldurnar og misnotað réttindin sem það gefur. Eftir mannfjöldaráðstefnuna í Búkarest 1974 ritaði blaðamaður eftirmæli hennar: „Sumar þjóðir vilja heldur tortímast sem frjáls og fullvalda ríki en fórna hinu minnsta í þágu heildarinnar.“ Í frægri skýrslu sem á sínum tíma var lögð fyrir Rómarklúbbinn segir að vandamál heimsbyggðarinnar sé aðeins hægt að leysa með samvinnu á alþjóðlegum grundvelli. Þetta felur í sér slíka breytingu á hefðbundnum viðhorfum að menn kveinka sér við tilhugsunina. Höfundar skýrslunnar, Mesarovic og Pestel, segja til dæmis að leggja verði grundvöll að nýju heimsskipulagi „þar sem sérhver einstaklingur uppfyllir sitt hlutverk sem meðlimur alþjóðlegs samfélags.“ Þetta þýðir, að dómi þeirra félaga, að í slíku heimsskipulagi myndi mannfellir af völdum þurrka í Súdan vekja sömu viðbrögð í Evrópu og hungursneyð í Rúmeníu. Ef ekki tekst að bræða saman heiminn í sameiginlegt hnattrænt hagsmunakerfi, blasa við ennþá stórfelldari átök, hatur og eyðilegging. Tvennt stuðlar að þessu: alþjóðleg hreppasjónarmið, sjálfshyggjan sem er innbyggð í þjóðríkishugsunina og pólitískt forræði „sterkra stjórnmálamanna“ og hagsmunahópa sem hanga á hverfulu valdi eins og hundar á roði. Stærri ríkjasambönd krefjast meiri samvinnu og umfram allt samráðs, þar sem leiðarljósið er hagsmunir heildarinnar. Þannig gæti hyllt undir það að með eðlisbreytingu þjóðríkisins hverfi flokka- og sérhagsmunapólitík með þeirri spillingu, átökum og skrumskælingu mannlegs samfélags sem henni fylgir. Í stað úreltrar skilgreiningar stjórnmála í vinstri og hægri stefnu komi svæðisbundin sjónarmið annarsvegar og alþjóðleg hinsvegar, tvær hliðar á einni og sömu mynt. Fjöldi þjóða hefur viðurkennt þessa staðreynd, ef ekki í orði þá á borði. Hinar gömlu menningarþjóðir Evrópu hafa tekið upp samstarf sem vonandi er fyrsta skrefið að yfirþjóðlegu dóms-, löggjafa- og framkvæmdavaldi í mikilvægum málaflokkum. Valið stendur annarsvegar á milli meiri öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og hinsvegar alþjóðahyggju, sem byggir á heilshugar viðurkenningu á sameiginlegum hagsmunum, einingu og bræðralagi allra manna. Kjarni þessa sjónarmiðs var settur fram á síðustu öld af Bahá'u'lláh, höfundi bahá'í trúarinnar, með eftirfarandi orðum: „Jörðin er eitt föðurland og íbúar þess mannkynið.“ Þessi orð eru ekki síst merkileg fyrir það að þau voru sögð fyrir meira en hundrað og fimmtíu árum, á gullöld þjóðríkisins. Bahá'u'lláh spáði á 19. öld fyrir um sameiningu þjóða heimsins og trúarbragða þess. Það sem er merkilegast við sýn hans er að hann sér alla mannlega viðleitni sem hluta af einu þroskaferli sem hefur aðeins eitt markmið: allsherjarbræðralag þjóða heims, einingu í fjölbreytileika hinnar mannlegu fjölskyldu. Þróunin hefur sýnt að þetta er ekki aðeins fróm óskhyggja eða draumórar. Lýðræði og þingræði hafa leyst einveldi og harðstjórn af hólmi þjóðir heimsins byrjuðu síðan að sameinast og renna saman í stærri einingar. Bahá'u'lláh sagði tæpri öld fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna að sá tími mundi koma að þjóðir heims fórnuðu hluta af óskoruðu forræði sínu til að tryggja sameiginlegt öryggi til alþjóðlegrar stofnunar. Öll ríki heims ættu aðild að henni og hún færi fyrir þeirra hönd með alþjóðlegt framkvæmdavald sem m.a. fæli í sér að koma lögum yfir þá sem ógnuðu heimsfriðnum. Þessu ferli er hvergi nærri lokið. Lítið og ófullkomið þjóðabandalag eins og Evrópusambandið er ekki fylling þessarar þróunar heldur upphafið á ferli, sem leiða mun til friðsamlegrar sameiningar allra þjóða heims. Spádómum Bahá'u'lláh um hnignun og fall konungsvelda, gjörbreytta stjórnarhætti, heimsstyrjaldir, hnignun siðferðis og allsherjarumbrot, sem í fyllingu tímans fæða af sér nýja sameinaða veröld friðar og réttlætis hefur verið lítill gaumur gefinn hingað til. En það er full ástæða til að taka þá alvarlega því þeir eru að rætast fyrir augum okkar. Í þessu sambandi má minna á undirskriftarsöfnun sem fram fer á netinu þar sem ákall er sent til Sameinuðu þjóðanna þess efnis að boðað verði í þeirra nafni til tímamótafundar leiðtoga allra þjóða heims með það að markmiði að finna á einlægan og fordómalausan hátt leiðir til að skapa varanlegan frið á jörðu. Eðvarð T. Jónsson edvardj@gmail.com
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar