Tilvistarkreppa þjóðríkisins Eðvarð T. Jónsson skrifar 14. september 2015 23:03 Stríðsátök, fátækt, hungur og aðrar hörmungar af mannavöldum víða um heim leiða hugann enn á ný að þeirri tilvistarkreppu sem steðjar að fullvalda ríkjum heims. Lengi hefur verið ljóst að þjóðir heims geta ekki einar og óstuddar, og jafnvel ekki nokkrar saman, tekist á við alþjóðleg vandamál eins og stórfelldan straum flóttamanna, hermdarverk, loftlagsbreytingar, fátækt, hungur og alþjóðlega glæpastarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Samninga og samvinnu er þörf en hver á að sjá til þess að ríki standi við gerða samninga meðan alþjóðlegt valdsumboð skortir til að koma lögum yfir þá sem brjóta þá? Þeim níðingsverkum virðast engin takmörk sett sem vinna má innan og utan landamæra þjóðríkjanna með alla heimsbyggðina sem hjálparlausan áhorfanda. Óskorað fullveldi þjóðríkisins er hættuleg tímaskekkja. Engin þjóð getur leyst alþjóðleg vandamál 21. aldarinnar ein síns liðs. Það er allsherjarþörf fyrir alþjóðlegt samstarf eins og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á. Upplausn og örvænting í heiminum munu stigmagnast meðan þjóðir heims stefna ekki að slíku samstarfi af fullri alvöru. Lausnin er raunveruleg eining, samvinna og samráð þjóða á milli. Breski sagnfræðingurinn Arnold Toynbee skrifaði um þessa þróun af mikilli skarpskyggni og nánast spámannlegu innsæi um miðbik síðustu aldar. Hann tengdi lausnina á hnattrænni kreppu einingu þjóðanna og samruna trúarbragðanna. Þótt landfræðilegar einingar stækki eru þeir margir sem vilja halda í hugmyndina um óskorað fullveldi þjóðríkisins, ekki síst þeir valdamenn og leiðtogar sem þráfaldlegast hafa vanrækt skyldurnar og misnotað réttindin sem það gefur. Eftir mannfjöldaráðstefnuna í Búkarest 1974 ritaði blaðamaður eftirmæli hennar: „Sumar þjóðir vilja heldur tortímast sem frjáls og fullvalda ríki en fórna hinu minnsta í þágu heildarinnar.“ Í frægri skýrslu sem á sínum tíma var lögð fyrir Rómarklúbbinn segir að vandamál heimsbyggðarinnar sé aðeins hægt að leysa með samvinnu á alþjóðlegum grundvelli. Þetta felur í sér slíka breytingu á hefðbundnum viðhorfum að menn kveinka sér við tilhugsunina. Höfundar skýrslunnar, Mesarovic og Pestel, segja til dæmis að leggja verði grundvöll að nýju heimsskipulagi „þar sem sérhver einstaklingur uppfyllir sitt hlutverk sem meðlimur alþjóðlegs samfélags.“ Þetta þýðir, að dómi þeirra félaga, að í slíku heimsskipulagi myndi mannfellir af völdum þurrka í Súdan vekja sömu viðbrögð í Evrópu og hungursneyð í Rúmeníu. Ef ekki tekst að bræða saman heiminn í sameiginlegt hnattrænt hagsmunakerfi, blasa við ennþá stórfelldari átök, hatur og eyðilegging. Tvennt stuðlar að þessu: alþjóðleg hreppasjónarmið, sjálfshyggjan sem er innbyggð í þjóðríkishugsunina og pólitískt forræði „sterkra stjórnmálamanna“ og hagsmunahópa sem hanga á hverfulu valdi eins og hundar á roði. Stærri ríkjasambönd krefjast meiri samvinnu og umfram allt samráðs, þar sem leiðarljósið er hagsmunir heildarinnar. Þannig gæti hyllt undir það að með eðlisbreytingu þjóðríkisins hverfi flokka- og sérhagsmunapólitík með þeirri spillingu, átökum og skrumskælingu mannlegs samfélags sem henni fylgir. Í stað úreltrar skilgreiningar stjórnmála í vinstri og hægri stefnu komi svæðisbundin sjónarmið annarsvegar og alþjóðleg hinsvegar, tvær hliðar á einni og sömu mynt. Fjöldi þjóða hefur viðurkennt þessa staðreynd, ef ekki í orði þá á borði. Hinar gömlu menningarþjóðir Evrópu hafa tekið upp samstarf sem vonandi er fyrsta skrefið að yfirþjóðlegu dóms-, löggjafa- og framkvæmdavaldi í mikilvægum málaflokkum. Valið stendur annarsvegar á milli meiri öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og hinsvegar alþjóðahyggju, sem byggir á heilshugar viðurkenningu á sameiginlegum hagsmunum, einingu og bræðralagi allra manna. Kjarni þessa sjónarmiðs var settur fram á síðustu öld af Bahá'u'lláh, höfundi bahá'í trúarinnar, með eftirfarandi orðum: „Jörðin er eitt föðurland og íbúar þess mannkynið.“ Þessi orð eru ekki síst merkileg fyrir það að þau voru sögð fyrir meira en hundrað og fimmtíu árum, á gullöld þjóðríkisins. Bahá'u'lláh spáði á 19. öld fyrir um sameiningu þjóða heimsins og trúarbragða þess. Það sem er merkilegast við sýn hans er að hann sér alla mannlega viðleitni sem hluta af einu þroskaferli sem hefur aðeins eitt markmið: allsherjarbræðralag þjóða heims, einingu í fjölbreytileika hinnar mannlegu fjölskyldu. Þróunin hefur sýnt að þetta er ekki aðeins fróm óskhyggja eða draumórar. Lýðræði og þingræði hafa leyst einveldi og harðstjórn af hólmi þjóðir heimsins byrjuðu síðan að sameinast og renna saman í stærri einingar. Bahá'u'lláh sagði tæpri öld fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna að sá tími mundi koma að þjóðir heims fórnuðu hluta af óskoruðu forræði sínu til að tryggja sameiginlegt öryggi til alþjóðlegrar stofnunar. Öll ríki heims ættu aðild að henni og hún færi fyrir þeirra hönd með alþjóðlegt framkvæmdavald sem m.a. fæli í sér að koma lögum yfir þá sem ógnuðu heimsfriðnum. Þessu ferli er hvergi nærri lokið. Lítið og ófullkomið þjóðabandalag eins og Evrópusambandið er ekki fylling þessarar þróunar heldur upphafið á ferli, sem leiða mun til friðsamlegrar sameiningar allra þjóða heims. Spádómum Bahá'u'lláh um hnignun og fall konungsvelda, gjörbreytta stjórnarhætti, heimsstyrjaldir, hnignun siðferðis og allsherjarumbrot, sem í fyllingu tímans fæða af sér nýja sameinaða veröld friðar og réttlætis hefur verið lítill gaumur gefinn hingað til. En það er full ástæða til að taka þá alvarlega því þeir eru að rætast fyrir augum okkar. Í þessu sambandi má minna á undirskriftarsöfnun sem fram fer á netinu þar sem ákall er sent til Sameinuðu þjóðanna þess efnis að boðað verði í þeirra nafni til tímamótafundar leiðtoga allra þjóða heims með það að markmiði að finna á einlægan og fordómalausan hátt leiðir til að skapa varanlegan frið á jörðu. Eðvarð T. Jónsson edvardj@gmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Skoðun Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Stríðsátök, fátækt, hungur og aðrar hörmungar af mannavöldum víða um heim leiða hugann enn á ný að þeirri tilvistarkreppu sem steðjar að fullvalda ríkjum heims. Lengi hefur verið ljóst að þjóðir heims geta ekki einar og óstuddar, og jafnvel ekki nokkrar saman, tekist á við alþjóðleg vandamál eins og stórfelldan straum flóttamanna, hermdarverk, loftlagsbreytingar, fátækt, hungur og alþjóðlega glæpastarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Samninga og samvinnu er þörf en hver á að sjá til þess að ríki standi við gerða samninga meðan alþjóðlegt valdsumboð skortir til að koma lögum yfir þá sem brjóta þá? Þeim níðingsverkum virðast engin takmörk sett sem vinna má innan og utan landamæra þjóðríkjanna með alla heimsbyggðina sem hjálparlausan áhorfanda. Óskorað fullveldi þjóðríkisins er hættuleg tímaskekkja. Engin þjóð getur leyst alþjóðleg vandamál 21. aldarinnar ein síns liðs. Það er allsherjarþörf fyrir alþjóðlegt samstarf eins og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur bent á. Upplausn og örvænting í heiminum munu stigmagnast meðan þjóðir heims stefna ekki að slíku samstarfi af fullri alvöru. Lausnin er raunveruleg eining, samvinna og samráð þjóða á milli. Breski sagnfræðingurinn Arnold Toynbee skrifaði um þessa þróun af mikilli skarpskyggni og nánast spámannlegu innsæi um miðbik síðustu aldar. Hann tengdi lausnina á hnattrænni kreppu einingu þjóðanna og samruna trúarbragðanna. Þótt landfræðilegar einingar stækki eru þeir margir sem vilja halda í hugmyndina um óskorað fullveldi þjóðríkisins, ekki síst þeir valdamenn og leiðtogar sem þráfaldlegast hafa vanrækt skyldurnar og misnotað réttindin sem það gefur. Eftir mannfjöldaráðstefnuna í Búkarest 1974 ritaði blaðamaður eftirmæli hennar: „Sumar þjóðir vilja heldur tortímast sem frjáls og fullvalda ríki en fórna hinu minnsta í þágu heildarinnar.“ Í frægri skýrslu sem á sínum tíma var lögð fyrir Rómarklúbbinn segir að vandamál heimsbyggðarinnar sé aðeins hægt að leysa með samvinnu á alþjóðlegum grundvelli. Þetta felur í sér slíka breytingu á hefðbundnum viðhorfum að menn kveinka sér við tilhugsunina. Höfundar skýrslunnar, Mesarovic og Pestel, segja til dæmis að leggja verði grundvöll að nýju heimsskipulagi „þar sem sérhver einstaklingur uppfyllir sitt hlutverk sem meðlimur alþjóðlegs samfélags.“ Þetta þýðir, að dómi þeirra félaga, að í slíku heimsskipulagi myndi mannfellir af völdum þurrka í Súdan vekja sömu viðbrögð í Evrópu og hungursneyð í Rúmeníu. Ef ekki tekst að bræða saman heiminn í sameiginlegt hnattrænt hagsmunakerfi, blasa við ennþá stórfelldari átök, hatur og eyðilegging. Tvennt stuðlar að þessu: alþjóðleg hreppasjónarmið, sjálfshyggjan sem er innbyggð í þjóðríkishugsunina og pólitískt forræði „sterkra stjórnmálamanna“ og hagsmunahópa sem hanga á hverfulu valdi eins og hundar á roði. Stærri ríkjasambönd krefjast meiri samvinnu og umfram allt samráðs, þar sem leiðarljósið er hagsmunir heildarinnar. Þannig gæti hyllt undir það að með eðlisbreytingu þjóðríkisins hverfi flokka- og sérhagsmunapólitík með þeirri spillingu, átökum og skrumskælingu mannlegs samfélags sem henni fylgir. Í stað úreltrar skilgreiningar stjórnmála í vinstri og hægri stefnu komi svæðisbundin sjónarmið annarsvegar og alþjóðleg hinsvegar, tvær hliðar á einni og sömu mynt. Fjöldi þjóða hefur viðurkennt þessa staðreynd, ef ekki í orði þá á borði. Hinar gömlu menningarþjóðir Evrópu hafa tekið upp samstarf sem vonandi er fyrsta skrefið að yfirþjóðlegu dóms-, löggjafa- og framkvæmdavaldi í mikilvægum málaflokkum. Valið stendur annarsvegar á milli meiri öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og hinsvegar alþjóðahyggju, sem byggir á heilshugar viðurkenningu á sameiginlegum hagsmunum, einingu og bræðralagi allra manna. Kjarni þessa sjónarmiðs var settur fram á síðustu öld af Bahá'u'lláh, höfundi bahá'í trúarinnar, með eftirfarandi orðum: „Jörðin er eitt föðurland og íbúar þess mannkynið.“ Þessi orð eru ekki síst merkileg fyrir það að þau voru sögð fyrir meira en hundrað og fimmtíu árum, á gullöld þjóðríkisins. Bahá'u'lláh spáði á 19. öld fyrir um sameiningu þjóða heimsins og trúarbragða þess. Það sem er merkilegast við sýn hans er að hann sér alla mannlega viðleitni sem hluta af einu þroskaferli sem hefur aðeins eitt markmið: allsherjarbræðralag þjóða heims, einingu í fjölbreytileika hinnar mannlegu fjölskyldu. Þróunin hefur sýnt að þetta er ekki aðeins fróm óskhyggja eða draumórar. Lýðræði og þingræði hafa leyst einveldi og harðstjórn af hólmi þjóðir heimsins byrjuðu síðan að sameinast og renna saman í stærri einingar. Bahá'u'lláh sagði tæpri öld fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna að sá tími mundi koma að þjóðir heims fórnuðu hluta af óskoruðu forræði sínu til að tryggja sameiginlegt öryggi til alþjóðlegrar stofnunar. Öll ríki heims ættu aðild að henni og hún færi fyrir þeirra hönd með alþjóðlegt framkvæmdavald sem m.a. fæli í sér að koma lögum yfir þá sem ógnuðu heimsfriðnum. Þessu ferli er hvergi nærri lokið. Lítið og ófullkomið þjóðabandalag eins og Evrópusambandið er ekki fylling þessarar þróunar heldur upphafið á ferli, sem leiða mun til friðsamlegrar sameiningar allra þjóða heims. Spádómum Bahá'u'lláh um hnignun og fall konungsvelda, gjörbreytta stjórnarhætti, heimsstyrjaldir, hnignun siðferðis og allsherjarumbrot, sem í fyllingu tímans fæða af sér nýja sameinaða veröld friðar og réttlætis hefur verið lítill gaumur gefinn hingað til. En það er full ástæða til að taka þá alvarlega því þeir eru að rætast fyrir augum okkar. Í þessu sambandi má minna á undirskriftarsöfnun sem fram fer á netinu þar sem ákall er sent til Sameinuðu þjóðanna þess efnis að boðað verði í þeirra nafni til tímamótafundar leiðtoga allra þjóða heims með það að markmiði að finna á einlægan og fordómalausan hátt leiðir til að skapa varanlegan frið á jörðu. Eðvarð T. Jónsson edvardj@gmail.com
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun