Reykjavíkurborg mun sniðganga varning frá Ísrael Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, var efins um tilskilin áhrif tillögunnar en Sjálfstæðisflokkurinn kaus ekki með henni. Halldór sagði að hann væri þeirrar skoðunar að frjáls viðskipti væru besta leiðin til að tryggja friðinn. „Það þarf að byggja brýr og viðskipti eru eitt besta brúarkerfi sem til er,“ sagði hann. Gréta Björg Egilsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði að flokkurinn gæti ekki greitt atkvæði með tillögunni þar sem ekki væri búið að mynda heildræna stefnu í málaflokknum. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi hugsanlega fordæmi fyrir því að innkaupastefna Reykjavíkur taki tillit til mannréttindabrota úti í heimi. „Þessi gjörningur er fyrst og fremst táknrænn,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. „[tillagan] þykir mér friðsæl leið til að mótmæla óréttlæti.“ Í lok fundar var lausnarbeiðni Bjarkar tekin fyrir. Athygli vakti að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi kaus gegn lausnarbeiðni Bjarkar þar sem mikil eftirsjá væri að henni. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Eitt aðalmál borgarstjórnarfundar Reykjavíkur í gær var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn um að Reykjavík sniðgangi vörur frá Ísrael á meðan hernám Ísraela á landi Palestínumanna varir. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, var efins um tilskilin áhrif tillögunnar en Sjálfstæðisflokkurinn kaus ekki með henni. Halldór sagði að hann væri þeirrar skoðunar að frjáls viðskipti væru besta leiðin til að tryggja friðinn. „Það þarf að byggja brýr og viðskipti eru eitt besta brúarkerfi sem til er,“ sagði hann. Gréta Björg Egilsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sagði að flokkurinn gæti ekki greitt atkvæði með tillögunni þar sem ekki væri búið að mynda heildræna stefnu í málaflokknum. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, sagði að tillaga Bjarkar gæfi hugsanlega fordæmi fyrir því að innkaupastefna Reykjavíkur taki tillit til mannréttindabrota úti í heimi. „Þessi gjörningur er fyrst og fremst táknrænn,“ sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. „[tillagan] þykir mér friðsæl leið til að mótmæla óréttlæti.“ Í lok fundar var lausnarbeiðni Bjarkar tekin fyrir. Athygli vakti að Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi kaus gegn lausnarbeiðni Bjarkar þar sem mikil eftirsjá væri að henni.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir aumingjavæðing alveg einstaklega ógeðfellt orð. 11. september 2015 10:28
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00