Skekkir samkeppnisstöðu bílaleiga Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 07:00 Ef breytingar í nýja fjárlagafrumvarpinu ganga eftir munu bílaleigur borga hærri vörugjöld á næstu árum við innflutning bíla. vísir/gva Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þingskjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningarhlutfall vörugjalda af bifreiðum haldist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda samkvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigubílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveðinni samkeppni við bílaleigufyrirtæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnubifreiða á meðan vörugjöld á bílaleigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bifreiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undanþágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferðaþjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa alltaf verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æskilegt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill.Uppfært kl. 09:37Í prentútgáfu þessarar fréttar stóð að Egill Jóhannsson væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur, hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental og hefur þetta nú verið leiðrétt. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bifreiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sú ívilnun sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þingskjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningarhlutfall vörugjalda af bifreiðum haldist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda samkvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigubílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveðinni samkeppni við bílaleigufyrirtæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnubifreiða á meðan vörugjöld á bílaleigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bifreiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undanþágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferðaþjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa alltaf verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æskilegt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill.Uppfært kl. 09:37Í prentútgáfu þessarar fréttar stóð að Egill Jóhannsson væri framkvæmdastjóri Bílaleigu Reykjavíkur, hið rétta er að hann er framkvæmdastjóri Thrifty Car Rental og hefur þetta nú verið leiðrétt.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira