Björt framtíð með innkaupabanni á ísraelskar vörur í Reykjavík en á móti því í Hafnarfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2015 10:59 Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi BF í Hafnarfirði, og Björn Blöndal, borgarfulltrúi flokksins. Eins og greint hefur verið frá samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur á fundi sínum í gær að setja innkaupabann á vörur frá Ísrael. Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögunni voru borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar en sumarið 2014 var sams konar tillaga lögð fram í bæjarráði Hafnarfjarðar. Björt framtíð greiddi þá atkvæði gegn tillögunni sem var felld með þeirra atkvæðum og Sjálfstæðisflokksins. „Við erum náttúrulega fylgjandi öllum mannúðarmálum. Málið kom upp í fyrra og á þeim tímapunkti lá ekki fyrir hvaða áhrif það hefði á rekstur bæjarins ef við ætluðum að útiloka allar vörur, hvaða fyrirtæki yrðu á bannlista og svo framvegis,“ segir Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Hann segir bókun Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins bera með sér að bæjarfulltrúarnir harmi það ástand sem er í Palestínu. Niðurstaðan á sínum tíma hafi þó verið að samþykkja ekki innkaupabann. „Ég hef ekkert út á það að setja að Reykjavíkurborg taki þessa afstöðu. Hún er auðvitað höfuðborg og með annan status heldur en sveitarfélag eins og Hafnarfjörður.“ Aðspurður hvort að þarna gæti ekki misræmis í stefnu Bjartrar framtíðar sem stjórnmálaflokks segir Einar svo ekki vera: „Sveitarstjórnir eru náttúrulega sjálfstæðar og það er ekki lögð fyrir okkur einhver lína af æðra valdi. Við vinnum nokkuð sjálfstætt og tökum hvert mál fyrir sig og tökum afstöðu til þess.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur á fundi sínum í gær að setja innkaupabann á vörur frá Ísrael. Á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með tillögunni voru borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar en sumarið 2014 var sams konar tillaga lögð fram í bæjarráði Hafnarfjarðar. Björt framtíð greiddi þá atkvæði gegn tillögunni sem var felld með þeirra atkvæðum og Sjálfstæðisflokksins. „Við erum náttúrulega fylgjandi öllum mannúðarmálum. Málið kom upp í fyrra og á þeim tímapunkti lá ekki fyrir hvaða áhrif það hefði á rekstur bæjarins ef við ætluðum að útiloka allar vörur, hvaða fyrirtæki yrðu á bannlista og svo framvegis,“ segir Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Hann segir bókun Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins bera með sér að bæjarfulltrúarnir harmi það ástand sem er í Palestínu. Niðurstaðan á sínum tíma hafi þó verið að samþykkja ekki innkaupabann. „Ég hef ekkert út á það að setja að Reykjavíkurborg taki þessa afstöðu. Hún er auðvitað höfuðborg og með annan status heldur en sveitarfélag eins og Hafnarfjörður.“ Aðspurður hvort að þarna gæti ekki misræmis í stefnu Bjartrar framtíðar sem stjórnmálaflokks segir Einar svo ekki vera: „Sveitarstjórnir eru náttúrulega sjálfstæðar og það er ekki lögð fyrir okkur einhver lína af æðra valdi. Við vinnum nokkuð sjálfstætt og tökum hvert mál fyrir sig og tökum afstöðu til þess.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30