Segir fráleitt að blanda gyðingahatri inn í umræðuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2015 12:08 Björk Vilhelmsdóttir segist nú vera frjáls. vísir/vilhelm Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir sat eins og kunnugt er sinn seinasta borgarstjórnarfund í gær. Hún segir að sér hafi fundist mjög skemmtilegt að fá mótatkvæði við lausnarbeiðninni frá Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og vinkonu Bjarkar í velferðarmálum eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi orðar það sjálf. „Ég er bara frjáls, mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og ég finn að ég er svo sátt við þessa ákvörðun. Eins og ég er þekkt fyrir að vera viðkvæm að þá var ég ekki viðkvæm í gær.“„Eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin“ Tillaga Bjarkar um innkaupabann Reykjavíkur á vörum frá Ísrael var samþykkt í gær. Hún segist ánægð með að tillagan hafi fengið hljómgrunn innan borgarstjórnar. „Ég held að við eigum að standa með fólki fyrir utan bæjarmörkin og Reykjavíkurborg getur verið ákveðin fyrirmynd í þeim efnum. Eins og ég sagði í ræðu í gær þá opnaði fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, svolítið á það að við gætum stundum hugsað út fyrir þetta hefðbundna hlutverk borgarinnar.“ Hún segist ekki sammála þeirri bókun sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram um að hún hefði átt að koma með tillögu í velferðarmálum á sínum seinasta fundi þar sem henni hafi ekki fundist hún geta skuldbundið aðra til að fylgja tillögunni eftir.Ekki beint gegn Ísraelum heldur stjórnvöldum í Ísrael Samþykkt tillögunnar hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð og hafa sumir sagt hana sýna að borgarstjórn hati gyðinga. Björk segir slík viðbrögð koma sér á óvart en þau sýni að fólk hafi ekki hlustað á um hvað tillagan snýst. Fráleitt sé að blanda gyðingahatri inn í umræðuna. „Ég tók það sérstaklega fram í ræðu minni að ég hef ekkert á móti gyðingum og hvað þá gyðingatrú. Þessu er heldur ekki beint gegn Ísraelum heldur gegn þeim stjórnvöldum sem ríkja í Ísrael núna og viðhalda aðskilnaðarstefnu á grundvelli kynþáttar og uppruna. Það er algjörlega í andstöðu við alla mannréttindasáttmála heimsins, og Reykjavíkurborgar þar með.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51 Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30 Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24 Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Velferðarkerfi borgarinnar sagt úrræðalaust bákn Grímur Atlason segir 3 milljarða fara í skrifstofuhald velferðarkerfis borgarinnar; þetta fari mikið til í sjálft sig. 14. september 2015 10:51
Björk kveður borgarstjórn: Reykjavíkurborg samþykkir viðskiptabann á Ísrael Síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur í borgarstjórn samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. 15. september 2015 17:30
Björk olli einnig titringi á heimili sínu vegna ummæla um „veikleikavæðingu“ Sveinn Rúnar Hauksson segist ekki alveg sammála eiginkonu sinni um framfærslumálin. 12. september 2015 10:24
Formaður velferðarráðs biðst lausnar: Stundum þarf fólk bara spark í rassinn Björk Vilhelmsdóttir hyggst biðja lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún heldur til Palestínu í sjálfboðavinnu og ætlar svo að gerast félagsráðgjafi á ný. Björk segir sér hafa mistekist í velferðarráði, allt of mikið af vinnufæru ungu fólki sé upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í kerfinu. 11. september 2015 07:00