Veikleikavæðing og skilyrðingar Bjarni Karlsson skrifar 17. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Hjálparstarf Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun