Kúrdískur flóttamaður á Íslandi: Ég vona að bróður mínum verði hleypt hingað líka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2015 21:46 Nashad ásamt fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra. Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
„Ég fæ mér te, reyki mikið, horfi á Skype og hryllinginn á Youtube. Ég er bara einn hérna, það er mjög erfitt,“ segir Nashad en hann kom sem flóttamaður til Ísland frá Sýrlandi í upphafi árs. „Ég vonast til þess að íslenska ríkið leyfi bróður mínum að koma hingað líka.“ Nashad var gestur Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum í kvöld en eitt stærsta mál heimsins í dag er flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi og nærliggjandi löndum. Borgarastyrjöld geisar í Sýrlandi og á öðrum vígstöðvum hafa vígamenn ISIS hreiðrað um sig og valdið þar usla. Nashad á fáar myndir frá lífi sínu en þó einhverjar. Í myndskeiðinu sem fylgir má sjá mynd af bróðursyni hans í fangi föður síns. Báðir létust í árás stjórnarhersins. „Ég var rekinn úr skólanum mínum sem barn og mátti ekki fara í hann. Það er vegna þess að ég er Kúrdi. Ég er í raun ekki Sýrlendingur, ég hafði aðeins dvalarleyfi þar,“ segir Nashad. Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og hefur þeim kerfisbundið verið mismunað í landinu. Áður en hann kom til Íslands barðist hann með stjórnarandstæðingum gegn stjórnarhernum. „Byltingin byrjaði í raun í Daraa. Þar hafði lítill strákur skrifað burt með ríkisstjórnina á vegg. Hermenn handtóku hann og pyntuðu hann. Það var hrikalegt hvernig var farið með greyið. Fingurnir voru skornir af honum vegna þess sem hann skrifaði og kynfærin voru skorin af honum líka,“ segir hann. Drengurinn sem Nashad á við þarna hét Hamza al-Khateeb og var þrettán ára. Líki hans var skilað afa illa útleiknum til fjölskyldu hans. Hann var meðal annars með brunasár, skotsár og brotin kjálkabein. Málið vakti gífurlega reiði og lagði eld að þeirri púðurtunnu sem Sýrland var. Innslagið má sjá í heildinni hér að ofan en rétt er að vara við sumum myndunum sem þar sjást. Að auki er þar rætt við Aðalstein Kjartansson, fréttamann, en hann skoðaði umræðuna sem sprottið hefur upp víða í kjölfar flóttamannastraumsins en ekki eru allir sammála um ágæti þeirra.
Flóttamenn Ísland í dag Tengdar fréttir Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar hafa þurft að þola mikið ofbeldi frá því að vígamenn Íslamska ríkisins tóku yfir heimili þeirra í fyrra. 17. september 2015 10:00