Erum við eftirá og með allt niðrum okkur? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar