Ríkisstjórnin ver tveimur milljörðum í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2015 15:16 Ríkisstjórnin kynnti tillögur sínar í Ráðherrabústaðnum fyrr í dag. Vísir/Una Ríkisstjórn Íslands mun leggja til við Alþingi að tveimur milljörðum króna verði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að þegar allt kemur saman - kvótaflóttamenn og þeir sem hafa fengið hér stöðu flóttamanns af öðrum ástæðum - þá horfum við fram á að fjöldi flóttamanna bara á þessu ári fari yfir hundrað. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að stefnt sé því að verja einum milljarði króna til aðgerða strax á þessu ári og einum milljarði króna á því næsta. „Ríkisstjórnin leggur til að fénu verði varið til þrenns konar verkefna:Til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki erlendis, s.s. Flóttamannastofnun, Barnahjálp, Neyðarsjóð og Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Fé verði m.a. varið til kaupa á mat, lyfjum og hjálpartækjum og til stuðnings við verkefnið „heilsugæsla á hjólum“ sem Rauði kross Íslands hefur staðið að.Til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands, þar sem áhersla verði lögð á að hjálpa fólki að koma sér vel fyrir hér á landi, aðlagast samfélaginu og hefja hér nýtt líf. Er þar bæði gert ráð fyrir flóttamönnum sem hingað kæmu fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og þeim sem koma til landsins eftir öðrum leiðum. Vinna við móttöku flóttafólks er hafin í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og búist er við fyrsta hópnum úr flóttamannabúðum í Líbanon í desember á þessu ári.Til aðgerða sem umbylt geta og hraðað afgreiðslu hælisumsókna hérlendis og til að bregðast við mikilli fjölgun þeirra, þannig að úrvinnsla þeirra taki ekki eins langan tíma og hingað til, með þeirri óvissu og óþægindum sem af því leiðir. Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda mun fela fimm manna verkefnastjórn, skipaðri sérfræðingum, að vinna með nefndinni að ítarlegum tillögum að skiptingu fjárins og skulu þær liggja fyrir áður en önnur umræða fer fram á Alþingi um fjárlagafrumvarp ársins 2016. Þá verður í fjárlagagerð á næsta ári vegna ársins 2017 tekið mið af fjárþörf aðgerðanna. Einnig verði einum milljarði króna skv. fjáraukalögum þessa árs varið til að taka á móti fyrsta hópi flóttafólks frá Sýrlandi, til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og borgarasamtök á vettvangi og til að bregðast við óvenju mikilli fjölgun hælisleitenda á þessu ári en fyrir liggur að umtalsverður hluti þeirra hlýtur stöðu flóttamanna hér á landi. Samþykki Alþingi ofangreindar tillögur ríkisstjórnarinnar verður Ísland meðal þeirra þjóða sem mest leggja af mörkum til aðstoðar flóttafólki vegna vandans í Sýrlandi (sjá ítarefni). Ríkisstjórnin mun hvetja aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslands og hyggst á næstunni taka upp málefni flóttafólks á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherra mun meðal annars ræða þau á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer þar fram. Ráðherranefndin var skipuð þann 1. september sl. og hefur að undanförnu unnið með fagfólki á ýmsum sviðum að því að kortleggja vandann og móta tillögur að aðgerðum. Stjórnvöld hafa verið í góðum samskiptum við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ítrekað vilja Íslendinga til að hjálpa. Þá hafa stjórnvöld verið í sambandi við sveitarfélög í landinu um getu þeirra og vilja til að taka á móti fólki úr hópi hælisleitenda og flóttafólks. Ríkisstjórnin fagnar þeim mikla áhuga sem þau og einstaklingar hafa sýnt á að aðstoða flóttafólk, með ýmsum hætti,“ segir í tilkynningunni. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mun leggja til við Alþingi að tveimur milljörðum króna verði varið í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur á þessu ári og því næsta til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna straums flóttamanna frá Sýrlandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að þegar allt kemur saman - kvótaflóttamenn og þeir sem hafa fengið hér stöðu flóttamanns af öðrum ástæðum - þá horfum við fram á að fjöldi flóttamanna bara á þessu ári fari yfir hundrað. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að stefnt sé því að verja einum milljarði króna til aðgerða strax á þessu ári og einum milljarði króna á því næsta. „Ríkisstjórnin leggur til að fénu verði varið til þrenns konar verkefna:Til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og hjálparsamtök sem vinna með flóttafólki erlendis, s.s. Flóttamannastofnun, Barnahjálp, Neyðarsjóð og Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Fé verði m.a. varið til kaupa á mat, lyfjum og hjálpartækjum og til stuðnings við verkefnið „heilsugæsla á hjólum“ sem Rauði kross Íslands hefur staðið að.Til móttöku flóttafólks og hælisleitenda til Íslands, þar sem áhersla verði lögð á að hjálpa fólki að koma sér vel fyrir hér á landi, aðlagast samfélaginu og hefja hér nýtt líf. Er þar bæði gert ráð fyrir flóttamönnum sem hingað kæmu fyrir milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og þeim sem koma til landsins eftir öðrum leiðum. Vinna við móttöku flóttafólks er hafin í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og búist er við fyrsta hópnum úr flóttamannabúðum í Líbanon í desember á þessu ári.Til aðgerða sem umbylt geta og hraðað afgreiðslu hælisumsókna hérlendis og til að bregðast við mikilli fjölgun þeirra, þannig að úrvinnsla þeirra taki ekki eins langan tíma og hingað til, með þeirri óvissu og óþægindum sem af því leiðir. Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda mun fela fimm manna verkefnastjórn, skipaðri sérfræðingum, að vinna með nefndinni að ítarlegum tillögum að skiptingu fjárins og skulu þær liggja fyrir áður en önnur umræða fer fram á Alþingi um fjárlagafrumvarp ársins 2016. Þá verður í fjárlagagerð á næsta ári vegna ársins 2017 tekið mið af fjárþörf aðgerðanna. Einnig verði einum milljarði króna skv. fjáraukalögum þessa árs varið til að taka á móti fyrsta hópi flóttafólks frá Sýrlandi, til fjárstuðnings við alþjóðastofnanir og borgarasamtök á vettvangi og til að bregðast við óvenju mikilli fjölgun hælisleitenda á þessu ári en fyrir liggur að umtalsverður hluti þeirra hlýtur stöðu flóttamanna hér á landi. Samþykki Alþingi ofangreindar tillögur ríkisstjórnarinnar verður Ísland meðal þeirra þjóða sem mest leggja af mörkum til aðstoðar flóttafólki vegna vandans í Sýrlandi (sjá ítarefni). Ríkisstjórnin mun hvetja aðrar þjóðir til að fylgja fordæmi Íslands og hyggst á næstunni taka upp málefni flóttafólks á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherra mun meðal annars ræða þau á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer þar fram. Ráðherranefndin var skipuð þann 1. september sl. og hefur að undanförnu unnið með fagfólki á ýmsum sviðum að því að kortleggja vandann og móta tillögur að aðgerðum. Stjórnvöld hafa verið í góðum samskiptum við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ítrekað vilja Íslendinga til að hjálpa. Þá hafa stjórnvöld verið í sambandi við sveitarfélög í landinu um getu þeirra og vilja til að taka á móti fólki úr hópi hælisleitenda og flóttafólks. Ríkisstjórnin fagnar þeim mikla áhuga sem þau og einstaklingar hafa sýnt á að aðstoða flóttafólk, með ýmsum hætti,“ segir í tilkynningunni.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira