Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2015 12:23 Fimm ráðherrar eiga fast sæti í nefndinni og aðrir ráðherrar munu sitja fundi hennar eftir því sem tilefni þykir til. vísir/gva Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra munu eiga fast sæti í nefndinni. Þá munu mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra taki sæti í nefndinni þegar fjallað er sérstaklega um málefni á þeirra ábyrgðarsviðum. Aðrir ráðherrar taka sæti á fundum nefndarinnar eftir því sem tilefni er til. Nefndin mun taka til umfjöllunar stöðu mála, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið haft til umfjöllunar málefni flóttafólks og hælisleitenda og m.a. unnið að undirbúningi móttöku kvótaflóttamanna og bættri umgjörð hælisleitenda. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem undirstrikað er að staðið verði að neyðar- og mannúðaraðstoð við bágstaddar þjóðir. „Það var mikil og góð umræða um þetta mikilvæga málefni í ríkisstjórninni í morgun og ljóst að um er að ræða mál sem ráðherrar og ríkisstjórnin í heild tekur mjög alvarlega,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Vandinn er ekki nýtilkominn og við fjölluðum um þá miklu vinnu sem ráðuneyti og stofnanir hafa unnið á þessu sviði á síðustu misserum. Vinna við undirbúning fyrsta fundar ráðherranefndarinnar er hafin og ég gerir ráð fyrir að hægt verði að boða til fyrsta fundarins í þessari viku.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra munu eiga fast sæti í nefndinni. Þá munu mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra taki sæti í nefndinni þegar fjallað er sérstaklega um málefni á þeirra ábyrgðarsviðum. Aðrir ráðherrar taka sæti á fundum nefndarinnar eftir því sem tilefni er til. Nefndin mun taka til umfjöllunar stöðu mála, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum. Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið haft til umfjöllunar málefni flóttafólks og hælisleitenda og m.a. unnið að undirbúningi móttöku kvótaflóttamanna og bættri umgjörð hælisleitenda. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem undirstrikað er að staðið verði að neyðar- og mannúðaraðstoð við bágstaddar þjóðir. „Það var mikil og góð umræða um þetta mikilvæga málefni í ríkisstjórninni í morgun og ljóst að um er að ræða mál sem ráðherrar og ríkisstjórnin í heild tekur mjög alvarlega,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Vandinn er ekki nýtilkominn og við fjölluðum um þá miklu vinnu sem ráðuneyti og stofnanir hafa unnið á þessu sviði á síðustu misserum. Vinna við undirbúning fyrsta fundar ráðherranefndarinnar er hafin og ég gerir ráð fyrir að hægt verði að boða til fyrsta fundarins í þessari viku.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30