Aukna fjárveitingu þarf í málefni flóttafólks hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. september 2015 14:07 Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló. Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló.
Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira