Aukna fjárveitingu þarf í málefni flóttafólks hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. september 2015 14:07 Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló. Flóttamenn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ráðherranefnd um flóttamenn og innflytjendur hittist í fyrsta sinn á fundi í gær. Nefndina skipa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félaga- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir nefndarmenn hafa farið yfir ýmsar upplýsingar á fundinum. „Við fórum yfir hvað hvert og eitt ráðuneyti hefur að gera þegar það kemur að flóttamannamálunum og það var mjög upplýsandi og mjög gott að fá svona heildaryfirsýn yfir stöðu mála. Bæði það sem við erum að gera núna í dag og það sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina og síðan hvaða mögulegar tillögur væru varðandi framtíðina,“ segir Eygló Harðardóttir. Hún segir nokkur sveitarfélög þegar hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki. „Við vorum búin að fá formlegt erindi frá Akureyrarbæ. Nú er Reykjavík og Hafnarfjörður búin að samþykkja það að hefja formlegar viðræður við okkur og síðast í gær, seint í gær, var ég að heyra að Ísafjörður er líka búinn að samþykkja það að hefja viðræður við okkur og við vitum síðan líka af mun fleiri sveitarfélögum sem að hafa verið í óformlegu samtali við okkur og eiga síðan eftir að taka þá formlega ákvörðun,“ segir Eygló. Fjárlög næsta árs verða birt á þriðjudaginn í næstu viku. Eygló segir að þar sem að fjárlagafrumvarpið sé trúnaðarmál geti hún ekki sagt til um það nú hvort að þar sé gert ráð fyrir aukinni fjárveitingu í fjárlögunum vegna málefna flóttafólks. „Ég veit það að við munum þurfa aukna fjárveitingu í þróunaraðstoð til þess að geta sinnt betur verkefnunum okkar þegar kemur að hælisleitendum og líka þegar það kemur að kvótaflóttamönnum. Við vitum það líka hins vegar að með frjálsum framlögum einstaklinga og þeirri vinnu sem fólk er tilbúið til að bjóða fram þá getum við líka gert enn meira,“ segir Eygló.
Flóttamenn Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent