Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 06:00 Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé. Vísir/valli „Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum inn í þennan leik. Við eyddum svo mikilli orku í leikinn í gær og það var rosalega svekkjandi að tapa þeim leik," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir naumt tap á móti Ítölum á Evróumótinu í gær. Ítalir unnu leikinn 71-64 en aðeins þremur mínútum fyrir leikslok var staðan 62-59 fyrir Ísland. Daginn eftir að íslenska liðið kom mörgum á óvart með því að vera nálægt því að stela sigri af heimamönnum í Þýskalandi þá var liðið í leik allan tímann á móti Ítölum í gær. Íslenska liðið átti marga frábæra leikkafla og komst yfir í öllum leikhlutunum. „Maður þarf að berjast við að rífa sig upp aftur en við gerðum það í dag. Það voru fleiri sem stigu upp í dag. Flestir fyrir utan mig spiluðu bara rosalega vel," sagði Jón Arnór harður við sjálfan sig en hann opnaði fyrir restina af liðinu þar sem Ítalarnir lögðu ofurkapp á að stoppa hann. „Ég átti eiginlega ekki möguleika í dag. Við vorum bara góðir og áttum aftur möguleika á að vinna leikinn," sagði Jón Arnór.Okkur vantar eitthvað smá í viðbót Íslenska liðið hefur átti möguleika á sigri í tveimur leikjum í röð en strákarnir hafa verið örlítið úrræðalausir á móti hávöxnum og einbeittum vörnum mótherjanna á lokamínútum beggja leikja. „Okkur vantar eitthvað smá í viðbót til þess að klára þessa leiki sem er bara mjög eðlilegt. Þetta er allt nýtt fyrir okkur og við erum að spila á móti sterkum þjóðum sem hafa gert þetta allt áður. Það var því smá ringulreið í lokin því við fengum opin skot sem við nýttum ekki. Við hefðum líka getað fengið einhverja dóma í lokin fannst mér en við erum bara ógeðslega svekktir að hafa tapað þessum leik," sagði Jón Arnór. Jón Arnór hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum í leiknum og viðurkenndir að hafa verið með þreyttar lappir þrátt fyrir að hausinn væri klár. „Ég komst í gegnum þetta á lífi og það er bara jákvætt. Það er gaman að taka þátt í þessu. Ég reyndi mitt besta eins og alltaf en strákarnir eiga mikið skilið því mér fannst þeir draga vagninn allan leikinn," sagði Jón Arnór.Aldrei upplifað slíkan stuðning áður Íslenska liðið hefur stimplað sig vel inn í sitt fyrsta Evrópumót þótt að báðir leikirnir hafi tapast. „Við erum hérna, við erum á staðnum. Við erum mættir á þetta mót til að stríða þessum þjóðum og koma öllum á óvart. Við erum heldur betur að gera það. Það má taka það jákvætt frá þessum leik þó að maður sé drullusvekktur að hafa tapað," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið var nálægt sigri á gólfinu en Ísland burstaði hinsvegar baráttuna um stúkuna. "Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komnir hingað til að styðja okkur. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," segir Jón og íslenska hjartað sló örar við að horfa upp á fagurbláa stúkuna sem öskrar öll sem ein: „Áfram Ísland." „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur," sagði Jón Arnór að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum inn í þennan leik. Við eyddum svo mikilli orku í leikinn í gær og það var rosalega svekkjandi að tapa þeim leik," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir naumt tap á móti Ítölum á Evróumótinu í gær. Ítalir unnu leikinn 71-64 en aðeins þremur mínútum fyrir leikslok var staðan 62-59 fyrir Ísland. Daginn eftir að íslenska liðið kom mörgum á óvart með því að vera nálægt því að stela sigri af heimamönnum í Þýskalandi þá var liðið í leik allan tímann á móti Ítölum í gær. Íslenska liðið átti marga frábæra leikkafla og komst yfir í öllum leikhlutunum. „Maður þarf að berjast við að rífa sig upp aftur en við gerðum það í dag. Það voru fleiri sem stigu upp í dag. Flestir fyrir utan mig spiluðu bara rosalega vel," sagði Jón Arnór harður við sjálfan sig en hann opnaði fyrir restina af liðinu þar sem Ítalarnir lögðu ofurkapp á að stoppa hann. „Ég átti eiginlega ekki möguleika í dag. Við vorum bara góðir og áttum aftur möguleika á að vinna leikinn," sagði Jón Arnór.Okkur vantar eitthvað smá í viðbót Íslenska liðið hefur átti möguleika á sigri í tveimur leikjum í röð en strákarnir hafa verið örlítið úrræðalausir á móti hávöxnum og einbeittum vörnum mótherjanna á lokamínútum beggja leikja. „Okkur vantar eitthvað smá í viðbót til þess að klára þessa leiki sem er bara mjög eðlilegt. Þetta er allt nýtt fyrir okkur og við erum að spila á móti sterkum þjóðum sem hafa gert þetta allt áður. Það var því smá ringulreið í lokin því við fengum opin skot sem við nýttum ekki. Við hefðum líka getað fengið einhverja dóma í lokin fannst mér en við erum bara ógeðslega svekktir að hafa tapað þessum leik," sagði Jón Arnór. Jón Arnór hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum í leiknum og viðurkenndir að hafa verið með þreyttar lappir þrátt fyrir að hausinn væri klár. „Ég komst í gegnum þetta á lífi og það er bara jákvætt. Það er gaman að taka þátt í þessu. Ég reyndi mitt besta eins og alltaf en strákarnir eiga mikið skilið því mér fannst þeir draga vagninn allan leikinn," sagði Jón Arnór.Aldrei upplifað slíkan stuðning áður Íslenska liðið hefur stimplað sig vel inn í sitt fyrsta Evrópumót þótt að báðir leikirnir hafi tapast. „Við erum hérna, við erum á staðnum. Við erum mættir á þetta mót til að stríða þessum þjóðum og koma öllum á óvart. Við erum heldur betur að gera það. Það má taka það jákvætt frá þessum leik þó að maður sé drullusvekktur að hafa tapað," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið var nálægt sigri á gólfinu en Ísland burstaði hinsvegar baráttuna um stúkuna. "Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komnir hingað til að styðja okkur. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," segir Jón og íslenska hjartað sló örar við að horfa upp á fagurbláa stúkuna sem öskrar öll sem ein: „Áfram Ísland." „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur," sagði Jón Arnór að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti