Erfitt að heimfæra sakarefnin á forsvarsmenn Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2015 20:33 Vísir/Pjetur Seðlabankinn Íslands segir að þrátt fyrir að embættis sérstaks saksóknara hafi fellt niður mál gegn Samherja hf. og tengdum félögum vegna gruns um brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál sé fátt sem standi í vegi fyrir því að bankinn beiti „lögaðila stjórnvaldssektum.“ Áður en ákvörðum sé tekin um það muni bankinn þó fara yfir niðurstöðu sérstaks saksóknara sem upplýsti bankann um ákvörðun sína um að fella niður málið á föstudaginn síðastliðinn. Í ljósi umfjöllunar um málið telur Seðlabankinn rétt að koma á framfæri frekari skýringum í tilkynningu sinni til fjölmiðla. Þar segir meðal annars að embætti sérstaks saksóknara hafi metið það sem svo að að erfitt hafi verið að heimfæra sakarefnin með óyggjandi hætti upp á einstaka fyrirsvarsmenn Samherja. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Seðlabanki Íslands var upplýstur síðdegis á föstudag um ákvörðun embættis sérstaks saksóknara um að fella niður mál, sem Seðlabanki Íslands kærði til embættisins í september 2013, vegna gruns um brot í starfsemi Samherja hf. og tengdra félaga gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í ljósi umfjöllunar um málið telur Seðlabankinn rétt að koma á framfæri frekari skýringumKæra Seðlabanka Íslands byggði á þeirri skyldu bankans samkvæmt gjaldeyrislögum að kæra til sérstaks saksóknara grun um meiriháttar brot á þeim lögum.Í upphafi beindist kæran að Samherja hf. og tengdum félögum. Við athugun embættis sérstaks saksóknara á þeirri kæru kom hins vegar í ljós að mistök voru gerð þegar fjármagnshöft voru sett í nóvember 2008 þannig að ekki var hægt að kæra lögaðila vegna brota á lögunum.Seðlabankinn kærði því málið að nýju, þar sem sakarefni voru eftir því sem mögulegt var heimfærð á einstaka fyrirsvarsmenn umræddra félaga.Í niðurstöðu sinni sem kynnt var bankanum síðastliðinn föstudag gerir embætti sérstaks saksóknara ekki athugasemd við að kærð háttsemi geti talist brotleg við lög.Hins vegar er erfitt að mati embættisins að heimfæra sakarefnin með óyggjandi hætti upp á einstaka fyrirsvarsmenn.Þá er að mati embættisins ekki hægt að sakfella vegna meintra brota sem urðu á tímabilinu 15. desember 2008 til 31. október 2009 sakir þess að samþykki viðskiptaráðherra við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem settar voru í desember 2008 var ekki tryggt með viðunandi hætti.Taldi embættið því ekki líklegt að saksókn myndi leiða til sakfellingar stjórnenda félaganna og því rétt að endursenda málið til Seðlabanka Íslands til meðferðar og ákvörðunar um hvort ætluð brot í málinu gefi tilefni til beitingu stjórnsýsluviðurlaga.Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum.Þó hafa annmarkar sem urðu við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál frá desember 2008 áhrif á ákvarðanir sem Seðlabanki Íslands tekur vegna ætlaðra brota í tíð reglnanna. Ljóst er að þessir ágallar sem urðu í tengslum við breytingar á lögum um gjaldeyrismál í nóvember árið 2008 og komið hafa í ljós eftir að málið var kært í upphafi hafa haft áhrif á málið.Seðlabanki Íslands mun í framhaldinu fara yfir niðurstöðu embættis sérstaks saksóknara áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Eftir sem áður mun Seðlabanki Íslands sem endranær framfylgja lögum um gjaldeyrismál af staðfestu, samviskusemi og sanngirni, eins og lagaskylda hans býður. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Seðlabankinn Íslands segir að þrátt fyrir að embættis sérstaks saksóknara hafi fellt niður mál gegn Samherja hf. og tengdum félögum vegna gruns um brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál sé fátt sem standi í vegi fyrir því að bankinn beiti „lögaðila stjórnvaldssektum.“ Áður en ákvörðum sé tekin um það muni bankinn þó fara yfir niðurstöðu sérstaks saksóknara sem upplýsti bankann um ákvörðun sína um að fella niður málið á föstudaginn síðastliðinn. Í ljósi umfjöllunar um málið telur Seðlabankinn rétt að koma á framfæri frekari skýringum í tilkynningu sinni til fjölmiðla. Þar segir meðal annars að embætti sérstaks saksóknara hafi metið það sem svo að að erfitt hafi verið að heimfæra sakarefnin með óyggjandi hætti upp á einstaka fyrirsvarsmenn Samherja. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Seðlabanki Íslands var upplýstur síðdegis á föstudag um ákvörðun embættis sérstaks saksóknara um að fella niður mál, sem Seðlabanki Íslands kærði til embættisins í september 2013, vegna gruns um brot í starfsemi Samherja hf. og tengdra félaga gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í ljósi umfjöllunar um málið telur Seðlabankinn rétt að koma á framfæri frekari skýringumKæra Seðlabanka Íslands byggði á þeirri skyldu bankans samkvæmt gjaldeyrislögum að kæra til sérstaks saksóknara grun um meiriháttar brot á þeim lögum.Í upphafi beindist kæran að Samherja hf. og tengdum félögum. Við athugun embættis sérstaks saksóknara á þeirri kæru kom hins vegar í ljós að mistök voru gerð þegar fjármagnshöft voru sett í nóvember 2008 þannig að ekki var hægt að kæra lögaðila vegna brota á lögunum.Seðlabankinn kærði því málið að nýju, þar sem sakarefni voru eftir því sem mögulegt var heimfærð á einstaka fyrirsvarsmenn umræddra félaga.Í niðurstöðu sinni sem kynnt var bankanum síðastliðinn föstudag gerir embætti sérstaks saksóknara ekki athugasemd við að kærð háttsemi geti talist brotleg við lög.Hins vegar er erfitt að mati embættisins að heimfæra sakarefnin með óyggjandi hætti upp á einstaka fyrirsvarsmenn.Þá er að mati embættisins ekki hægt að sakfella vegna meintra brota sem urðu á tímabilinu 15. desember 2008 til 31. október 2009 sakir þess að samþykki viðskiptaráðherra við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem settar voru í desember 2008 var ekki tryggt með viðunandi hætti.Taldi embættið því ekki líklegt að saksókn myndi leiða til sakfellingar stjórnenda félaganna og því rétt að endursenda málið til Seðlabanka Íslands til meðferðar og ákvörðunar um hvort ætluð brot í málinu gefi tilefni til beitingu stjórnsýsluviðurlaga.Sá ágalli sem varð við lagasetningu, þegar fjármagnshöft voru sett hér á landi í nóvember 2008, og varðar refsiábyrgð lögaðila, stendur ekki í vegi fyrir því að Seðlabanki Íslands beiti lögaðila stjórnvaldssektum.Þó hafa annmarkar sem urðu við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál frá desember 2008 áhrif á ákvarðanir sem Seðlabanki Íslands tekur vegna ætlaðra brota í tíð reglnanna. Ljóst er að þessir ágallar sem urðu í tengslum við breytingar á lögum um gjaldeyrismál í nóvember árið 2008 og komið hafa í ljós eftir að málið var kært í upphafi hafa haft áhrif á málið.Seðlabanki Íslands mun í framhaldinu fara yfir niðurstöðu embættis sérstaks saksóknara áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Eftir sem áður mun Seðlabanki Íslands sem endranær framfylgja lögum um gjaldeyrismál af staðfestu, samviskusemi og sanngirni, eins og lagaskylda hans býður.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira