Kallaður prófessorinn og á leið í NBA en fyrst er það Ísland á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 18:00 Nemanja Bjelica skorar hér á móti Þjóðverjum og Dirk Nowitzki getur ekkert annað en horft á. Vísir/Getty Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. Bjelica var með 24 stig. 10 fráköst og 4 stoðsendingar í sigrinum á Spáni og skoraði síðan sigurkörfuna og margar mikilvægar körfur í lokin í sigrinum á Þjóðverjum. „Þú getur svo ekki tekið eitthvað eitt frá honum," segir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.Búinn að vera rísandi stjarnan í Evrópu „Þetta er frábær leikmaður sem kemur úr hörku körfuboltaskóla, spilaði hjá Svetislav Pesic hjá Rauðu Stjörnunni og er búinn að vera undanfarin ár með Fenerbahce Ülker hjá Obradović. Hann er búinn að vera rísandi stjarna og toppaði sig í vetur með því að vera valinn bestileikmaðurinn í Euroleague," segir Finnur. Bjelica er 27 ára gamall og 209 sentímetrar á hæð. Hann getur búið til sitt eigið þriggja stiga skot og er með magnaðar hreyfingar þegar hann keyrir upp að körfunni. Þá spilar hann mjög flott vörn. „Hann er búinn að vera frábær á þessu móti hérna. Hæfileikar hans sem leikmanns upp á 210 sentímetra eru miklir enda er hann maður með þessa boltatækni og þessa skottækni. Maður sér að þetta er leikmaður með NBA merkið skrifað á sig," segir Finnur.Valinn í nýliðavali NBA árið 2010 Nemanja Bjelica var valinn af Washington Wizards í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 2010 en honum var síðan skipt strax til Minnesota Timberwolves. Það er síðan ekki fyrr en í sumar að hann ákvað að fara til Bandaríkjanna. Bjelica samdi við Minnesota í júlí. „Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig hann verður hjá Minnesota Timberwolves. Þetta er strákur sem er ekki að fara setja upp einhverjar risatölur í NBA en það eru fáir veikleikar í hans leik," segir Finnur. „Þessi hæfileiki hans að geta sótt að körfunni og skotið með þessa stærð er rosalega sjaldgæfur í bland við þennan hraða sem hann hefur," segir Finnur. Íslenska liðið getur þó ekki lag ofurkapp á að stoppa hann. „Serbía spilar svo skipulagðan bolta og þeir eru svo klárir að ef við förum að setja áherslu á einhvern einn leikmann þá galopnast bara fyrir einhvern annan," segir Finnur.Af hverju prófessorinn? Nemanja Bjelica er kallaður prófessorinn innan körfuboltans en af hverju? „Ég reikna með það að það sé vegna hans körfuboltahæfileika og körfuboltakunnáttu. Hann toppaði sig í gær með því að setja sigurkörfuna á móti heimamönnum eftir að Serbar áttu að mínu mati frekar slakan leik á móti Þjóðverjum. Ég býst við þeim ennþá sterkari í leiknum á móti okkur," sagði Finnur að lokum.Íslenska landsliðið mætir Serbíu á morgun klukkan 14.30 að staðartíma eða klukkan 12.30 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Jón Arnór: Við pabbi förum bókað til Frakklands á næsta ári Besti körfuboltamaður þjóðarinnar segist vera að rifna úr stolti eftir árangur fótboltalandsliðsins í gær. 7. september 2015 20:00 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Fór í ísbað eftir leikinn Jón Arnór Stefánsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og það er mikið álag á besta leikmanni liðsins. 7. september 2015 17:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Nemanja Bjelica er orðinn stærsta stjarna serbneska landsliðsins í körfubolta en þessi frábæri leikmaður hefur farið á kostum í fyrstu leikjum liðsins á Evrópumótinu í Berlín. Bjelica var með 24 stig. 10 fráköst og 4 stoðsendingar í sigrinum á Spáni og skoraði síðan sigurkörfuna og margar mikilvægar körfur í lokin í sigrinum á Þjóðverjum. „Þú getur svo ekki tekið eitthvað eitt frá honum," segir Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.Búinn að vera rísandi stjarnan í Evrópu „Þetta er frábær leikmaður sem kemur úr hörku körfuboltaskóla, spilaði hjá Svetislav Pesic hjá Rauðu Stjörnunni og er búinn að vera undanfarin ár með Fenerbahce Ülker hjá Obradović. Hann er búinn að vera rísandi stjarna og toppaði sig í vetur með því að vera valinn bestileikmaðurinn í Euroleague," segir Finnur. Bjelica er 27 ára gamall og 209 sentímetrar á hæð. Hann getur búið til sitt eigið þriggja stiga skot og er með magnaðar hreyfingar þegar hann keyrir upp að körfunni. Þá spilar hann mjög flott vörn. „Hann er búinn að vera frábær á þessu móti hérna. Hæfileikar hans sem leikmanns upp á 210 sentímetra eru miklir enda er hann maður með þessa boltatækni og þessa skottækni. Maður sér að þetta er leikmaður með NBA merkið skrifað á sig," segir Finnur.Valinn í nýliðavali NBA árið 2010 Nemanja Bjelica var valinn af Washington Wizards í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 2010 en honum var síðan skipt strax til Minnesota Timberwolves. Það er síðan ekki fyrr en í sumar að hann ákvað að fara til Bandaríkjanna. Bjelica samdi við Minnesota í júlí. „Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig hann verður hjá Minnesota Timberwolves. Þetta er strákur sem er ekki að fara setja upp einhverjar risatölur í NBA en það eru fáir veikleikar í hans leik," segir Finnur. „Þessi hæfileiki hans að geta sótt að körfunni og skotið með þessa stærð er rosalega sjaldgæfur í bland við þennan hraða sem hann hefur," segir Finnur. Íslenska liðið getur þó ekki lag ofurkapp á að stoppa hann. „Serbía spilar svo skipulagðan bolta og þeir eru svo klárir að ef við förum að setja áherslu á einhvern einn leikmann þá galopnast bara fyrir einhvern annan," segir Finnur.Af hverju prófessorinn? Nemanja Bjelica er kallaður prófessorinn innan körfuboltans en af hverju? „Ég reikna með það að það sé vegna hans körfuboltahæfileika og körfuboltakunnáttu. Hann toppaði sig í gær með því að setja sigurkörfuna á móti heimamönnum eftir að Serbar áttu að mínu mati frekar slakan leik á móti Þjóðverjum. Ég býst við þeim ennþá sterkari í leiknum á móti okkur," sagði Finnur að lokum.Íslenska landsliðið mætir Serbíu á morgun klukkan 14.30 að staðartíma eða klukkan 12.30 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Jón Arnór: Við pabbi förum bókað til Frakklands á næsta ári Besti körfuboltamaður þjóðarinnar segist vera að rifna úr stolti eftir árangur fótboltalandsliðsins í gær. 7. september 2015 20:00 Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Fór í ísbað eftir leikinn Jón Arnór Stefánsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og það er mikið álag á besta leikmanni liðsins. 7. september 2015 17:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45
Jón Arnór: Við pabbi förum bókað til Frakklands á næsta ári Besti körfuboltamaður þjóðarinnar segist vera að rifna úr stolti eftir árangur fótboltalandsliðsins í gær. 7. september 2015 20:00
Logi: Vöðum bara óhræddir í Serbana Logi Gunnarsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 16:45
Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00
Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30
Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30
Fór í ísbað eftir leikinn Jón Arnór Stefánsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og það er mikið álag á besta leikmanni liðsins. 7. september 2015 17:30