Næsta skref er að kanna baklandið og aðgerðir Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. september 2015 07:00 Formaður SLFÍ segir stefna í aðgerðir af þeirra hálfu. Vísir/Ernir Viðræður þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið eru í hnút og stefnir í að boðað verði til aðgerða af hálfu þeirra félaga sem mega. Um er að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna. Í yfirlýsingu samninganefndanna sem birt er á vef BSRB er lýst vonbrigðum með tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir helgi og var svar við fyrra tilboði samninganefndar félaganna þriggja. Sú kröfugerð byggði á niðurstöðu gerðardóms um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga í síðasta mánuði. „Nú þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega,“ segir í grein sem formenn félaganna þriggja rita í Fréttablaðið í dag. Fundað verður í deilunni á miðvikudag. „Ríkissáttasemjara þótti eðlilegt að kalla til þessa fundar til þess að skoða hvort jafn langt sé á milli og var fyrir viku síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins. „Og ég hef ekkert heyrt og á því ekki von á öðru en við blasi óbreytt ástand. Það er engin bjartsýni hjá mér.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Í þeirri stöðu segir Kristín ekki stefna í annað en aðgerðir. „Við munum í framhaldi af fundinum á miðvikudaginn fara og vinna í okkar baklandi, það er alveg ljóst. Við höfum látið það vera fram að þessu því við höfum alla vega átt viðræður.“ Kristín segist harma þá stöðu sem uppi sé í deilunni og ekki átta sig á hvernig viðsemjendur félagsins ætli sér að bæta þessu ofan á allan þann skaða sem fyrrverandi verkföll hafi haft í för með sér. „Í fyrri tíð var oft rætt um að starfsmenn töpuðu svo og svo miklu á að fara í verkfall. En nýjustu tölur sýna að það er ekkert lítið sem ríkið og þjóðarbúið tapa á þessu.“ Samninganefnd og starfsfólk þessara þriggja stærstu félaga BSRB segir Kristín að séu langþreytt á drætti sem orðið hafi á samningum. Fyrst hafi þau verið beðin að bíða eftir samningum á almenna markaðnum og svo eftir verkföllum og gerðardómi. „Svo þegar gerðardómurinn kemur þá töldum við að hann gilti um okkur líkt og um hafði verið rætt,“ segir Kristín og því hafi verið lagður fram launaliður innan þess ramma. „En þá allt í einu heykjast þeir á öllu. Og búið að láta fólk bíða í allan þennan tíma eftir því að við okkur yrði samið, ekki síst að þeirra eigin ósk.“ Sökin segir hún að liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni sem leggi samninganefnd ríkisins línurnar. „Það er tímasóun að gera kjarasamning sem við vitum að verður felldur.“ Verkfall 2016 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Viðræður þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið eru í hnút og stefnir í að boðað verði til aðgerða af hálfu þeirra félaga sem mega. Um er að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna. Í yfirlýsingu samninganefndanna sem birt er á vef BSRB er lýst vonbrigðum með tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir helgi og var svar við fyrra tilboði samninganefndar félaganna þriggja. Sú kröfugerð byggði á niðurstöðu gerðardóms um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga í síðasta mánuði. „Nú þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega,“ segir í grein sem formenn félaganna þriggja rita í Fréttablaðið í dag. Fundað verður í deilunni á miðvikudag. „Ríkissáttasemjara þótti eðlilegt að kalla til þessa fundar til þess að skoða hvort jafn langt sé á milli og var fyrir viku síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins. „Og ég hef ekkert heyrt og á því ekki von á öðru en við blasi óbreytt ástand. Það er engin bjartsýni hjá mér.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Í þeirri stöðu segir Kristín ekki stefna í annað en aðgerðir. „Við munum í framhaldi af fundinum á miðvikudaginn fara og vinna í okkar baklandi, það er alveg ljóst. Við höfum látið það vera fram að þessu því við höfum alla vega átt viðræður.“ Kristín segist harma þá stöðu sem uppi sé í deilunni og ekki átta sig á hvernig viðsemjendur félagsins ætli sér að bæta þessu ofan á allan þann skaða sem fyrrverandi verkföll hafi haft í för með sér. „Í fyrri tíð var oft rætt um að starfsmenn töpuðu svo og svo miklu á að fara í verkfall. En nýjustu tölur sýna að það er ekkert lítið sem ríkið og þjóðarbúið tapa á þessu.“ Samninganefnd og starfsfólk þessara þriggja stærstu félaga BSRB segir Kristín að séu langþreytt á drætti sem orðið hafi á samningum. Fyrst hafi þau verið beðin að bíða eftir samningum á almenna markaðnum og svo eftir verkföllum og gerðardómi. „Svo þegar gerðardómurinn kemur þá töldum við að hann gilti um okkur líkt og um hafði verið rætt,“ segir Kristín og því hafi verið lagður fram launaliður innan þess ramma. „En þá allt í einu heykjast þeir á öllu. Og búið að láta fólk bíða í allan þennan tíma eftir því að við okkur yrði samið, ekki síst að þeirra eigin ósk.“ Sökin segir hún að liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni sem leggi samninganefnd ríkisins línurnar. „Það er tímasóun að gera kjarasamning sem við vitum að verður felldur.“
Verkfall 2016 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“