Tollar afnumdir, skattar lækkaðir og bætur hækkaðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2015 14:52 Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Vísir/Getty Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels