Hálfur milljarður gegn launamuni kynjanna Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2015 15:30 Jafnréttissjóði Íslands er meðal annars. ætlað að „hvetja konur til forustu og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu og auðvelda þeim að koma á fót fyrirtækjum, efla stöðu kvenna í þróunarlöndum og stuðla að aukinni þekkingu hérlendis á stöðu þeirra“ Vísir/Getty Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að veita hálfum milljarði króna á næstu fimm árum, vegna stofnunar Jafnréttissjóðs Íslands. Honum er ætlað að fjármagna eða styrkja verkefni sem eiga að vinna gegn launamun kynjanna og efla almennt jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Alþingi ályktaði að stofna umræddan sjóð vegna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna, þann 19. júní síðastliðinn. Sjóðurinn mun starfa í fimm ár. Jafnréttissjóði Íslands er ætlað að „hvetja konur til forustu og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu og auðvelda þeim að koma á fót fyrirtækjum, efla stöðu kvenna í þróunarlöndum og stuðla að aukinni þekkingu hérlendis á stöðu þeirra, vinna gegn kynbundnu ofbeldi, s.s. kynferðislegu ofbeldi og heimilisofbeldi, þróunarverkefni í skólakerfinu sem er ætlað að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna, svo sem með aukinni fræðslu í kynjafræði, hvetja ungt fólk til aukinnar þátttöku í stjórnmálastarfi og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess og styrkja rannsóknarverkefni sem eru til þess fallin að varpa ljósi á stöðu kvenna jafnt í samtíð sem fortíð.“ Þar að auki mun Jafnréttissjóður Íslands taka við rannsóknarverkefnum Jafnréttissjóðs. Lagt er til að framlag til síðarnefnda sjóðsins falli niður næstu fimm árin. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að veita hálfum milljarði króna á næstu fimm árum, vegna stofnunar Jafnréttissjóðs Íslands. Honum er ætlað að fjármagna eða styrkja verkefni sem eiga að vinna gegn launamun kynjanna og efla almennt jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu. Alþingi ályktaði að stofna umræddan sjóð vegna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna, þann 19. júní síðastliðinn. Sjóðurinn mun starfa í fimm ár. Jafnréttissjóði Íslands er ætlað að „hvetja konur til forustu og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu og auðvelda þeim að koma á fót fyrirtækjum, efla stöðu kvenna í þróunarlöndum og stuðla að aukinni þekkingu hérlendis á stöðu þeirra, vinna gegn kynbundnu ofbeldi, s.s. kynferðislegu ofbeldi og heimilisofbeldi, þróunarverkefni í skólakerfinu sem er ætlað að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna, svo sem með aukinni fræðslu í kynjafræði, hvetja ungt fólk til aukinnar þátttöku í stjórnmálastarfi og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess og styrkja rannsóknarverkefni sem eru til þess fallin að varpa ljósi á stöðu kvenna jafnt í samtíð sem fortíð.“ Þar að auki mun Jafnréttissjóður Íslands taka við rannsóknarverkefnum Jafnréttissjóðs. Lagt er til að framlag til síðarnefnda sjóðsins falli niður næstu fimm árin.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira