Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 17:55 Dirk Nowitzki og félagar töpuðu þriðja leiknum í röð í kvöld. Vísir/Getty Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. Þjóðverjar voru yfir nær allan leikinn en tókst ekki að klára leikinn í venjulegum leiktíma og misstu síðan leikinn algjörlega frá sér í framlengingunni. Marco Belinelli skoraði fjórtán af sautján stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Ítalir fá nú úrslitaleik um sigurinn í riðlinum á móti Serbíu á morgun. Ítalska liðið er jafnframt komið áfram í sextán liða úrslitin eins og Serbía en barist verður um hin tvö lausu sætin á morgun. Danilo Gallinari lék einnig mjög vel með Ítölum en hann skoraði 25 stig og tók 9 fráköst. Gallinari skoraði sex stig í framlengingunni sem Ítalía vann 13-6. Dennis Schröder átti frábæran leik fram í framlenginguna þar sem hann gerði hver mistökin á fætur öðrum. Schröder endaði samt með 29 stig og 7 stoðsendingar. Dirk Nowitzki fékk líka tækifæri til að vera hetjan í lokin en klikkaði á hverju skotinu á fætur öðru og leit út fyrir að vera þreyttur og orkulaus. Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik en hefur síðan tapað fyrir Serbíu, Tyrklandi og nú Ítalíu. Liðið þarf að vinna Spán á morgun til að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðverjar byrjuðu leikinn mjög vel með Dennis Schröder í fararbroddi og voru komnir í 17-9 eftir sjö mínútna leik en á þeim tíma var Schröder búinn að skora jafnmikið og allt ítalska liðið til samans. Þýska liðið var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann þótt að Dirk Nowitzki væri enn stigalaus en hann klikkaði á báðum skotum sínum fyrstu tíu mínútur leiksins. Dirk Nowitzki skoraði sex stig í öðrum leikhlutanum en það kom þó ekki í veg fyrir að Ítalir unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu í 42-42 rétt fyrir hálfleik. Ítalir settu niður fimm þrista í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 25-20. Danilo Gallinari skoraði tvo af þristunum alveg eins og Pietro Aradori. Ítalir áttu þó Marco Belinelli inni en hann var stigalaus í fyrri hálfleiknum eftir 27 stiga skotsýningu sína á móti Spáni í gærkvöldi. Þýska liðið kom inn í seinni hálfleik staðráðið að taka aftur frumkvæðið og eftir aðeins fimm mínútna leik var kominn tíu stiga munur, 55-45, eftir góða körfu frá Dirk Nowitzki. Ítalir tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með því að skora níu af næstu ellefu stigum og minnka muninn í þrjú stig, 57-54. Þýska liðið endaði þriðja leikhlutann hinsvegar betur og var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-54. Þjóðverjar stálu boltanum í tvígang í upphafi og voru aftur komnir sjö stigum yfir, 63-56. Ítalir svöruðu með 7-0 spretti á aðeins 83 sekúndum og jöfnuðu með því leikinn í 63-64 þegar sjö mínútur voru eftir. Dennis Schröder var hinsvegar kominn aftur á gólfið og frábær stemningskarfa hans og víti í kaupbæti komu þýska liðinu í 66-63 og aftur á sporið. Marco Belinelli var ekki búinn að segja sitt síðasta og þegar hann smellti niður sínum þriðja þristi á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhlutans kom þessi mikla skytta Ítalska liðinu yfir, 69-68. Lokamínúturnar voru æsispennandi, Þjóðverjar voru jafnan undan að skora en Ítalir jöfnuðu jafn harðann. Danilo Gallinari jafnaði metin í 76-76 þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir og Dennis Schröder klikkaði á lokaskotinu og því varð að framlengja leikinn. Andrea Bargnani skoraði fyrstu körfuna í framlengingunni en Dirk Nowitzki svaraði strax. Ítalir voru áfram á undan að skora en misstu Andrea Bargnani af velli með fimm villur þegar 3:17 voru eftir. Danilo Gallinari kom svo Ítölum í 84-82 með frábærri skorara-körfu og Marco Belinelli bætti við þristi og kom muninum upp í fimm stig, 87-82, eftir að Ítalir nýttu sér það vel að Dennis Schröder lá meiddur í gólfinu hinum megin á vellinum. Marco Belinelli innsiglaði síðan sigurinn á vítalínunni og endaði með 14 stig í fjórða leikhluta og framlengingu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. Þjóðverjar voru yfir nær allan leikinn en tókst ekki að klára leikinn í venjulegum leiktíma og misstu síðan leikinn algjörlega frá sér í framlengingunni. Marco Belinelli skoraði fjórtán af sautján stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Ítalir fá nú úrslitaleik um sigurinn í riðlinum á móti Serbíu á morgun. Ítalska liðið er jafnframt komið áfram í sextán liða úrslitin eins og Serbía en barist verður um hin tvö lausu sætin á morgun. Danilo Gallinari lék einnig mjög vel með Ítölum en hann skoraði 25 stig og tók 9 fráköst. Gallinari skoraði sex stig í framlengingunni sem Ítalía vann 13-6. Dennis Schröder átti frábæran leik fram í framlenginguna þar sem hann gerði hver mistökin á fætur öðrum. Schröder endaði samt með 29 stig og 7 stoðsendingar. Dirk Nowitzki fékk líka tækifæri til að vera hetjan í lokin en klikkaði á hverju skotinu á fætur öðru og leit út fyrir að vera þreyttur og orkulaus. Þýskaland vann Ísland í fyrsta leik en hefur síðan tapað fyrir Serbíu, Tyrklandi og nú Ítalíu. Liðið þarf að vinna Spán á morgun til að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðverjar byrjuðu leikinn mjög vel með Dennis Schröder í fararbroddi og voru komnir í 17-9 eftir sjö mínútna leik en á þeim tíma var Schröder búinn að skora jafnmikið og allt ítalska liðið til samans. Þýska liðið var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann þótt að Dirk Nowitzki væri enn stigalaus en hann klikkaði á báðum skotum sínum fyrstu tíu mínútur leiksins. Dirk Nowitzki skoraði sex stig í öðrum leikhlutanum en það kom þó ekki í veg fyrir að Ítalir unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu í 42-42 rétt fyrir hálfleik. Ítalir settu niður fimm þrista í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 25-20. Danilo Gallinari skoraði tvo af þristunum alveg eins og Pietro Aradori. Ítalir áttu þó Marco Belinelli inni en hann var stigalaus í fyrri hálfleiknum eftir 27 stiga skotsýningu sína á móti Spáni í gærkvöldi. Þýska liðið kom inn í seinni hálfleik staðráðið að taka aftur frumkvæðið og eftir aðeins fimm mínútna leik var kominn tíu stiga munur, 55-45, eftir góða körfu frá Dirk Nowitzki. Ítalir tókst að vinna sig aftur inn í leikinn með því að skora níu af næstu ellefu stigum og minnka muninn í þrjú stig, 57-54. Þýska liðið endaði þriðja leikhlutann hinsvegar betur og var fimm stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 59-54. Þjóðverjar stálu boltanum í tvígang í upphafi og voru aftur komnir sjö stigum yfir, 63-56. Ítalir svöruðu með 7-0 spretti á aðeins 83 sekúndum og jöfnuðu með því leikinn í 63-64 þegar sjö mínútur voru eftir. Dennis Schröder var hinsvegar kominn aftur á gólfið og frábær stemningskarfa hans og víti í kaupbæti komu þýska liðinu í 66-63 og aftur á sporið. Marco Belinelli var ekki búinn að segja sitt síðasta og þegar hann smellti niður sínum þriðja þristi á fyrstu fimm mínútum fjórða leikhlutans kom þessi mikla skytta Ítalska liðinu yfir, 69-68. Lokamínúturnar voru æsispennandi, Þjóðverjar voru jafnan undan að skora en Ítalir jöfnuðu jafn harðann. Danilo Gallinari jafnaði metin í 76-76 þegar aðeins 3,6 sekúndur voru eftir og Dennis Schröder klikkaði á lokaskotinu og því varð að framlengja leikinn. Andrea Bargnani skoraði fyrstu körfuna í framlengingunni en Dirk Nowitzki svaraði strax. Ítalir voru áfram á undan að skora en misstu Andrea Bargnani af velli með fimm villur þegar 3:17 voru eftir. Danilo Gallinari kom svo Ítölum í 84-82 með frábærri skorara-körfu og Marco Belinelli bætti við þristi og kom muninum upp í fimm stig, 87-82, eftir að Ítalir nýttu sér það vel að Dennis Schröder lá meiddur í gólfinu hinum megin á vellinum. Marco Belinelli innsiglaði síðan sigurinn á vítalínunni og endaði með 14 stig í fjórða leikhluta og framlengingu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Sjá meira
Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30