Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:13 Jón Arnór keyrir að spænsku körfunni í kvöld. vísir/valli Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. Ísland spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og komst m.a. fjórum stigum yfir eftir góðan sprett. Í seinni hálfleik dró svo af íslensku strákunum, ekki ósvipað og gegn Serbíu í gær. „Já, það fer mikil orka í þetta. Við erum helvíti góðir í 20 mínútur. Við börðumst eins og ljón. Þriðji fjórðungurinn var ekkert alslæmur en það var erfitt að koma inn í seinni hálfleikinn og toppa þann fyrri þar sem við vorum mjög þéttir,“ sagði Jón Arnór sem var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig. „Við spiluðum góða vörn, vorum að stríða þeim og vorum yfir á tímabili. Við vorum með sjálfstraustið í botni og spiluðum sem ein heild.“Þetta óútskýranlega íslenska hjarta Jón Arnór er ánægður með hugarfar íslenska liðsins sem mætir alltaf tilbúið til leiks þótt leikirnir á undan hafi tapast. „Það segir svolítið um hugarfarið hjá okkur og hvað við erum sterkir andlega. Við sýnum þetta óútskýranlega íslenska hjarta í þessum leikjum. „Þetta er eitthvað undur, það er ótrúlega erfitt að útskýra það. Það skiptir engu máli hvað lið gera á móti okkur, við komum alltaf til baka og erum á réttri leið. Það er ótrúlega gott að fá stuðninginn frá fólkinu, það gefur okkur rosalega mikið. Án þess værum við í verri málum, myndi ég halda, og ég vil bara enn og aftur þakka þeim fyrir.“Leið eins og ég væri ungur aftur Jón Arnór hefur verið að glíma við hnémeiðsli og spilaði af þeim sökum ekki mikið gegn Serbíu. Hann lét hins vegar tappa af hnénu í gær og leið miklu betur í dag. „Mér leið bara eins og ég væri ungur aftur í dag. Við töppuðum af hnénu í gær og mér leið miklu betur í dag. Ég var svolítið mikið bólginn í gær og ég átti erfitt með að hita upp og komast í gírinn. Ég var stífur og aumur í hnénu og treysti því ekki 100%,“ sagði Jón Arnór sem er enn samningslaus. Stoppar síminn ekki hjá umboðsmanninum hans? „Það var eitthvað í gangi, ég var að spá í að auglýsa á Twitter hvort einhvern vantaði skotbakvörð,“ sagði Jón Arnór í gríni. „Það er eitthvað að koma inn en ég reyndi ekkert að svara honum (umboðsmanninum), ég var bara að einbeita mér að leiknum og ætla að halda því áfram. „Það er einn leikur eftir og svo kemur þetta bara í ljós. Ég ætla svo að fara heim og nýta mér það. Ef ég sem í dag eða á morgun þarf ég að fara strax út. Maður er orðinn svo reyndur að ég ætla að reyna að kreista út nokkra daga heima,“ sagði Jón Arnór sem sér fríið á Íslandi í hillingum.Hamborgarinn virkaði vel Íslensku strákarnir eiga einn leik eftir í B-riðli, gegn Tyrklandi á morgun. Jón Arnór segir að Ísland sé klárt í þann leik. „Ekki spurning. Við þurfum að jafna okkur fyrir næsta leik, það er bara ísbað og hugleiðsla og beint upp á herbergi,“ sagði Jón Arnór. Hann upplýsti að einhverjir leikmenn hefðu fengið sér hamborgara í gær. Hann bætti því við að undirbúningurinn fyrir leikinn yrði svipaður og fyrir hina fjóra. „Við gerum þetta svipað, verðum léttir og jákvæðir. Þetta er rosalega góður hópur og gaman að vera í kringum leikmennina og starfsliðið. Þetta er bara hátíð.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Sjá meira