Veit ekki hvort maður græði á því að fá svona skell Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Hlynur á ferðinni í landsleik. vísir/getty "Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00 EM 2015 í Berlín Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Sjá meira
"Þetta var ekki gott. Þeir voru frábærir en við vorum slakir. Það var bara þannig," segir landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson en körfuboltalandsliðið fékk á baukinn gegn Belgum í gær og tapaði með 40 stiga mun, 86-46. Þetta var síðasti æfingaleikur strákanna áður en alvaran hefst á EM í Berlín. Á föstudaginn töpuðu þeir fyrir Pólverjum, 80-65, en á laugardag lögðu þeir Líbanon, 96-75. "Við hittum vel á það gegn Líbanon en núna datt ekkert. Svo fór allur vindur úr þessu hjá okkur. Það var ekki nógu mikil orka í þessu. Ef hinir vinna með 40 stigum þá eru þeir einfaldlega miklu betri." Strákarnir munu mæta mörgum af bestu körfuboltaliðum Evrópu á EM og þar gæti liðið fengið skelli. Er gott eða slæmt að fá einn svona skell áður en haldið verður til Berlín? "Ég veit ekki hvort maður græði einhvern tímann á því að fá svona skell. Við vitum alveg út í hvað við erum að fara og verðum að hafa hausinn í lagi og klára svona leiki þar sem er á brattann að sækja. Við verðum að vera klárir í að halda áfram sama hvað á gengur. Hausinn fór niður hjá mönnum í þessum leik og það má ekki gerast á EM. Það er alltaf vont að tapa leikjum en það er alltaf verri tilfinning ef maður tapar og missti hausinn löngu aður en leikurinn var búinn." Strákarnir hafa fengið fínan undirbúning fyrir stóru stundina. Æfingaleikir heima, mót í Eistlandi og svo loks þetta mót í Póllandi. "Staðan á liðinu er fín í heildina séð. Mér finnst hafa gengið ágætlega í sumar og það verður bara að hafa það að við höfum fengið einu sinni á kjaftinn núna í restina. Við erum alltaf að bæta okkur og svo verður að koma í ljós hvort það dugar eitthvað í Berlín," segir Hlynur en allir leikmenn sluppu óskaddaðir frá helginni í Póllandi og Pavel Ermolinskij spilaði í 20 mínútur í gær. "Við förum til Berlín og höldum áfram sömu vinnu. Reyna að finna leiðir þar sem við getum refsað liðunum. Finna einhverja veikleika sem við getum nýtt okkur." Strákarnir lögðu af stað til Berlínar í morgun. Sumarið er búið að vera langt og strangt. Menn hafa lagt mikið á sig og nú er loksins komið að því að þeir stígi á stóra sviðið. "Þessi veruleiki hefur verið víðsfjarri hjá okkur í körfuboltalandsliðinu í mörg ár. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður ótrúlega gaman," segir Hlynur en hann telur niður dagana í fyrsta leik. "Sumarið hefur verið svolítið lengi að líða og maður hefur breytt mörgu í lífinu til að taka þátt. Búið inn á tengdó og mömmu og í raun ekki átt heimili. Maður getur því eðlilega ekki beðið eftir því að þetta byrji." Leikjaplan Íslands á EM 5. sept. Þýskaland-Ísland kl. 13.00 6. sept. Ísland-Ítalía kl. 16.00 8. sept. Ísland-Serbía kl. 13.30 9. sept. Ísland-Spánn kl. 19.00 10. sept. Ísland-Tyrkland kl. 19.00
EM 2015 í Berlín Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Sjá meira