Ætla sér að færa valdið til almennings Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. ágúst 2015 07:45 Lýðræðismál voru í brennidepli á Aðalfundi Pírata sem fór fram í Iðnó um helgina. Fundarmenn hafa í raun sinnt málefnastarfinu í nokkurn tíma en öll málefnavinna fór fram á vef Pírata. Þannig gátu fleiri en bara fundargestir mótað stefnu flokksins. vísir/stefán „Píratar eru mótstöðuflokkur í eðli sínu,“ segir Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata. Hún mun taka þingsæti Jóns Þórs Ólafssonar þegar Alþingi kemur aftur saman í byrjun september. Hún segir að eðli Pírata hingað til hafi verið að bregðast hratt við aðgerðum ríkisstjórnarinnar hverju sinni en með auknum meðbyr gætu Píratar hugsanlega þurft að breyta starfsháttum. Hún sér fyrir sér að Píratar gætu tekið þátt í ríkisstjórn eftir Alþingiskosningar. Ásta er ánægð með fylgi Pírata en segir að þrátt fyrir bjartsýni þurfi að halda uppi raunhæfum væntingum.Ásta Guðrún Helgadóttir„Ég held að við getum gert ráð fyrir um 15 til 25 prósentum atkvæða í næstu kosningum.“ Í stjórnmálaflokki þar sem enginn formaður er til staðar er athygli fólks á málefnunum en ekki úlfúðinni í kringum formannskosningar. „Við Píratar erum í raun eins og ein stór fjölskylda. Í stað þess að deila um leiðir að markmiðinu erum við með mjög skýran fókus á markmiðið. Við erum mjög lausnamiðaður flokkur,“ segir Ásta. Flokkur sem berst fyrir því að færa valdið til fólksins fylgir eigin predikun en undirbúningur málefnastarfs Pírata fór fram í aðdraganda fundarins á vefnum. Allir skráðir Píratar áttu kost á að ræða og móta stefnuna fyrir fundinn og þrjár vinsælustu tillögurnar fengu að lokum meðferð fundarmanna aðalfundar. Lýðræðismálin voru ofarlega á baugi og raunar voru nær einungis lýðræðismál á dagskrá aðalfundar en þar trónaði ný stjórnarskrá efst. Þá samþykkti fundurinn tillögu um lýðræðiseflingu á öllum stjórnsýslustigum, eflingu á kosningaþátttöku ungs fólks og ályktun um móttöku flóttafólks. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
„Píratar eru mótstöðuflokkur í eðli sínu,“ segir Ásta Helgadóttir, verðandi þingmaður Pírata. Hún mun taka þingsæti Jóns Þórs Ólafssonar þegar Alþingi kemur aftur saman í byrjun september. Hún segir að eðli Pírata hingað til hafi verið að bregðast hratt við aðgerðum ríkisstjórnarinnar hverju sinni en með auknum meðbyr gætu Píratar hugsanlega þurft að breyta starfsháttum. Hún sér fyrir sér að Píratar gætu tekið þátt í ríkisstjórn eftir Alþingiskosningar. Ásta er ánægð með fylgi Pírata en segir að þrátt fyrir bjartsýni þurfi að halda uppi raunhæfum væntingum.Ásta Guðrún Helgadóttir„Ég held að við getum gert ráð fyrir um 15 til 25 prósentum atkvæða í næstu kosningum.“ Í stjórnmálaflokki þar sem enginn formaður er til staðar er athygli fólks á málefnunum en ekki úlfúðinni í kringum formannskosningar. „Við Píratar erum í raun eins og ein stór fjölskylda. Í stað þess að deila um leiðir að markmiðinu erum við með mjög skýran fókus á markmiðið. Við erum mjög lausnamiðaður flokkur,“ segir Ásta. Flokkur sem berst fyrir því að færa valdið til fólksins fylgir eigin predikun en undirbúningur málefnastarfs Pírata fór fram í aðdraganda fundarins á vefnum. Allir skráðir Píratar áttu kost á að ræða og móta stefnuna fyrir fundinn og þrjár vinsælustu tillögurnar fengu að lokum meðferð fundarmanna aðalfundar. Lýðræðismálin voru ofarlega á baugi og raunar voru nær einungis lýðræðismál á dagskrá aðalfundar en þar trónaði ný stjórnarskrá efst. Þá samþykkti fundurinn tillögu um lýðræðiseflingu á öllum stjórnsýslustigum, eflingu á kosningaþátttöku ungs fólks og ályktun um móttöku flóttafólks.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira