Eitraður útgerðarauður Jón Steinsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum. Einföld og góð markaðslausn sem myndi tryggja það væri uppboð á veiðiheimildum. Rökin sem ég hef lagt áherslu á eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er skýrt kveðið á um það í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Í því ljósi er í hæsta máta óeðlilegt að þeim sé ráðstafað til fámenns hóps útvalinna án þess að fullt gjald sé tekið fyrir. Hins vegar eru leigutekjur af veiðiheimildum langhagkvæmasta tekjulindin sem ríkissjóður á völ á. Ef ríkissjóður fengi 40 milljarða króna árlega í leigutekjur af veiðiheimildum væri unnt að lækka skatta til muna eða bæta velferðarkerfið til muna.Pólitísk áhrif útgerðarmanna En það eru önnur rök fyrir uppboði á veiðiheimildum sem ég tel að séu ekki síður mikilvæg. Núverandi gjafakvótafyrirkomulag hefur orðið til þess að fámennur hópur útgerðarmanna hefur orðið ævintýralega auðugur á íslenskan mælikvarða. Þessi ævintýralegi auður hefur gert útgerðarmönnum kleift að kaupa sér gríðarleg áhrif þegar kemur að stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu í landinu. Útgerðarmenn kosta að stórum hluta núverandi stjórnarflokka. Þeir eiga enn fremur einn af stærstu fjölmiðlum landsins og nota hann meðal annars til þess að halda uppi stanslausum árásum á aðra fjölmiðla. Kosningabarátta fjölmargra þingmanna og sveitarstjórnarmanna í prófkjörum er að stórum hluta kostuð af útgerðarmönnum. Sumir þingmenn hafa meira að segja lýst því yfir að þeir séu fulltrúar útgerðarmanna á þingi. Þessir tilteknu auðmenn hafa vitaskuld sérstaklega mikla hagsmuni af því að kaupa sér pólitísk áhrif. Það er vegna þess að stór hluti auðsins sem þeir eiga er til kominn vegna þeirra forréttinda að fá kvóta úthlutaðan langt undir markaðsverði. Þessi forréttindi þarf að verja. Þau eru um 40 milljarða króna virði árlega. Nokkrir tugir milljóna í pólitísk framlög eru því smámunir í samanburði.Bjöguð þjóðfélagsumræða Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Áróður sem hentar útgerðarmönnum í alls kyns málum bylur á landsmönnum daginn út og daginn inn. Alls kyns hálfsannleikur og smjörklípur eru endurteknar svo oft að þær síast inn í vitund þjóðarinnar og brengla þjóðfélagsumræðuna útgerðarmönnum í hag. Þeir sem reyna að tala fyrir hagsmunum almennings þurfa sífellt að eiga í höggi við risavaxna áróðursmaskínu sem hefur aðra hagsmuni að leiðarljósi. Kostnaður almennings af þessu ástandi er án efa langtum meiri en auðlindaarðurinn sjálfur þar sem alls kyns önnur framfaramál þjóðarinnar verða fyrir barðinu á sérhagsmunum útgerðarmanna. Pólitísk atburðarás síðustu daga sýnir skýrar en áður hversu mikil og slæm áhrif hinn ævintýralegi auður útgerðarmanna er farinn að hafa á stjórnmál á Íslandi. Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn að setja spurningamerki við það að Ísland taki þátt í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja í öryggis- og varnarmálum, sem snúa að því að refsa ríki sem ráðist hefur með hervaldi á nágrannaþjóð sína, er fátt orðið heilagt fyrir sérhagsmunum útgerðarmanna. Höfum í huga að markmiðið með þessari grundvallarstefnubreytingu í utanríkismálum væri að verja innan við 5% af útflutningi þjóðarinnar (sem nýir markaðir munu án efa finnast fyrir með tímanum).Nóg komið? Sýnir þessi atburðarás ekki að áhrif útgerðarmanna á stjórnmálin á Íslandi eru orðin miklu meira en ótæpileg? Sýnir hún ekki að þau hafa ekki einungis veruleg neikvæð áhrif á lífskjör almennings heldur eru beinlínis farin að stofna öryggi landsins til lengri tíma litið í hættu? Er ekki tími til kominn að gjafakvótinn (rót vandans) sé afnuminn í eitt skipti fyrir öll áður en útgerðarmenn valda þjóðinni varanlegum skaða með skammsýnni sérhagsmunagæslu sinni? Það er einfalt að ráða bót á þessu. Til þess þarf einungis að bjóða upp veiðiheimildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum. Einföld og góð markaðslausn sem myndi tryggja það væri uppboð á veiðiheimildum. Rökin sem ég hef lagt áherslu á eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er skýrt kveðið á um það í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Í því ljósi er í hæsta máta óeðlilegt að þeim sé ráðstafað til fámenns hóps útvalinna án þess að fullt gjald sé tekið fyrir. Hins vegar eru leigutekjur af veiðiheimildum langhagkvæmasta tekjulindin sem ríkissjóður á völ á. Ef ríkissjóður fengi 40 milljarða króna árlega í leigutekjur af veiðiheimildum væri unnt að lækka skatta til muna eða bæta velferðarkerfið til muna.Pólitísk áhrif útgerðarmanna En það eru önnur rök fyrir uppboði á veiðiheimildum sem ég tel að séu ekki síður mikilvæg. Núverandi gjafakvótafyrirkomulag hefur orðið til þess að fámennur hópur útgerðarmanna hefur orðið ævintýralega auðugur á íslenskan mælikvarða. Þessi ævintýralegi auður hefur gert útgerðarmönnum kleift að kaupa sér gríðarleg áhrif þegar kemur að stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu í landinu. Útgerðarmenn kosta að stórum hluta núverandi stjórnarflokka. Þeir eiga enn fremur einn af stærstu fjölmiðlum landsins og nota hann meðal annars til þess að halda uppi stanslausum árásum á aðra fjölmiðla. Kosningabarátta fjölmargra þingmanna og sveitarstjórnarmanna í prófkjörum er að stórum hluta kostuð af útgerðarmönnum. Sumir þingmenn hafa meira að segja lýst því yfir að þeir séu fulltrúar útgerðarmanna á þingi. Þessir tilteknu auðmenn hafa vitaskuld sérstaklega mikla hagsmuni af því að kaupa sér pólitísk áhrif. Það er vegna þess að stór hluti auðsins sem þeir eiga er til kominn vegna þeirra forréttinda að fá kvóta úthlutaðan langt undir markaðsverði. Þessi forréttindi þarf að verja. Þau eru um 40 milljarða króna virði árlega. Nokkrir tugir milljóna í pólitísk framlög eru því smámunir í samanburði.Bjöguð þjóðfélagsumræða Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Áróður sem hentar útgerðarmönnum í alls kyns málum bylur á landsmönnum daginn út og daginn inn. Alls kyns hálfsannleikur og smjörklípur eru endurteknar svo oft að þær síast inn í vitund þjóðarinnar og brengla þjóðfélagsumræðuna útgerðarmönnum í hag. Þeir sem reyna að tala fyrir hagsmunum almennings þurfa sífellt að eiga í höggi við risavaxna áróðursmaskínu sem hefur aðra hagsmuni að leiðarljósi. Kostnaður almennings af þessu ástandi er án efa langtum meiri en auðlindaarðurinn sjálfur þar sem alls kyns önnur framfaramál þjóðarinnar verða fyrir barðinu á sérhagsmunum útgerðarmanna. Pólitísk atburðarás síðustu daga sýnir skýrar en áður hversu mikil og slæm áhrif hinn ævintýralegi auður útgerðarmanna er farinn að hafa á stjórnmál á Íslandi. Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn að setja spurningamerki við það að Ísland taki þátt í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja í öryggis- og varnarmálum, sem snúa að því að refsa ríki sem ráðist hefur með hervaldi á nágrannaþjóð sína, er fátt orðið heilagt fyrir sérhagsmunum útgerðarmanna. Höfum í huga að markmiðið með þessari grundvallarstefnubreytingu í utanríkismálum væri að verja innan við 5% af útflutningi þjóðarinnar (sem nýir markaðir munu án efa finnast fyrir með tímanum).Nóg komið? Sýnir þessi atburðarás ekki að áhrif útgerðarmanna á stjórnmálin á Íslandi eru orðin miklu meira en ótæpileg? Sýnir hún ekki að þau hafa ekki einungis veruleg neikvæð áhrif á lífskjör almennings heldur eru beinlínis farin að stofna öryggi landsins til lengri tíma litið í hættu? Er ekki tími til kominn að gjafakvótinn (rót vandans) sé afnuminn í eitt skipti fyrir öll áður en útgerðarmenn valda þjóðinni varanlegum skaða með skammsýnni sérhagsmunagæslu sinni? Það er einfalt að ráða bót á þessu. Til þess þarf einungis að bjóða upp veiðiheimildir.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar