Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2015 13:15 Úr leik hjá KR og Val síðasta vetur. vísir/vilhelm Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því." Dominos-deild kvenna Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Staðan er ekkert allt of góð hjá kvennaliðum Vals og KR í körfubolta en bæði lið eru í efstu deild. Þau hafa bæði misst marga leikmenn og það lykilmenn. Eftir stendur þunnur hópur þar sem uppistaðan er ungir og óharðnaðir leikmenn. Hætt er við að bæði lið muni lenda í miklum vandræðum í leikjum sínum í vetur miðað við óbreytt ástand. Guðrún Kristmundsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála. Sagði stjórnina ætla að funda í kvöld og í kjölfarið yrði rætt við leikmenn um framhaldið. Heimildir Vísis herma að ekki sé endilega grundvöllur fyrir því að senda lið til keppni í efstu deild eins og staðan er núna.Fannst hugmyndin sniðug Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, staðfesti að óformlegar viðræður hefðu farið fram á milli félaganna um að tefla fram sameiginlegu liði. „Valur og KR hafa verið að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir félögin og einn möguleikinn sem við skoðuðum var að tefla fram sameiginlegu liði. Þetta voru góðar viðræður en ekki í reykfylltum bakherbergjum. Það varð ekki framhald á þeim viðræðum þannig að sá möguleiki er ekki lengur upp á borði," segir Svali en bæði lið eru að skoða hvernig þau ætla sér að fara inn í veturinn. „Mér hefði þótt sniðugt að sameina þetta en KR-ingar sáu þetta í öðru ljósi. Ég held að þetta hefði verið mjög skemmtileg tilraun."Stelpurnar hefðu hannað búninginn sjálfar Það hefði svo sannarlega verið saga til næstu bæjar ef þessi tvö félög myndu tefla fram sameiginlega liði. Ljóst er að margir harðir stuðningsmenn beggja liða væru ekki hrifnir af því. Hvernig hafði Svali samt séð fyrir sér sameiginlegan búning? „Ég ætlaði að láta stelpurnar hanna sjálfar nýjan búning. Það hefði verið áhugaverð tilraun að leikmenn þessara sögufrægu félaga myndu hanna nýjan búning." Þó svo staðan hjá Val sé erfið þá telur Svali að félagið geti teflt fram liði í vetur. „Okkur sýnist það og við stefnum að því."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira