Nemendur í Kópavogi fá 900 spjaldtölvur Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 15:07 Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti. Vísir/GEtty Nemendur í áttunda og níunda bekk í grunnskólum Kópavogs munu fá 900 spjaldtölvur afhentar mánudaginn 7. september. Er það fyrsti liður í spjaldtölvuvæðingu grunnskóla í Kópavogi. Nemendurnir munu einnig fá fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða haldnir kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun og aðra skilmála. „Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs fengu afhentar spjaldtölvur í júní og sóttu margir þeirra námskeið í sumar til að kynna sér notkun spjaldtölva í kennslu. Með afhendingu spjaldtölvanna í áttunda og níunda bekk hefst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla á mið- og unglingastigi í Kópavogi. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að markmið spjaldtölvuvæðingarinnar sé að bæta skólastarf í Kópavogi með tilliti til árangurs og í takt við nýja tíma. Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti en auk þess fá skólar úthlutað spjaldtölvum sem nemendur í yngri bekkjum munu hafa aðgang að í skólanum. „Nemendur munu fá Apple iPad spjaldtölvur en sú ákvörðun var tekin að loknu ítarlegu matsferli þar sem margar gerðir spjaldtölva voru skoðaðar. Notaður er umsýsluhugbúnaður sem kallast AirWatch sem gerir kleift að dreifa efni á spjaldtölvurnar, bæði námsbókum og forritum, sem og að rekja staðsetningu tækis ef það týnist og gera það ónothæft sé því stolið.“ Tækjunum fylgir ýmis konar hugbúnaður sem nemendur geta nýtt í leik og starfi og þá fá allir nemendur afhent hulstur með spjaldtölvunni til að verja hana gegn skemmdum. Tækni Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Nemendur í áttunda og níunda bekk í grunnskólum Kópavogs munu fá 900 spjaldtölvur afhentar mánudaginn 7. september. Er það fyrsti liður í spjaldtölvuvæðingu grunnskóla í Kópavogi. Nemendurnir munu einnig fá fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða haldnir kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun og aðra skilmála. „Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs fengu afhentar spjaldtölvur í júní og sóttu margir þeirra námskeið í sumar til að kynna sér notkun spjaldtölva í kennslu. Með afhendingu spjaldtölvanna í áttunda og níunda bekk hefst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla á mið- og unglingastigi í Kópavogi. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að markmið spjaldtölvuvæðingarinnar sé að bæta skólastarf í Kópavogi með tilliti til árangurs og í takt við nýja tíma. Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti en auk þess fá skólar úthlutað spjaldtölvum sem nemendur í yngri bekkjum munu hafa aðgang að í skólanum. „Nemendur munu fá Apple iPad spjaldtölvur en sú ákvörðun var tekin að loknu ítarlegu matsferli þar sem margar gerðir spjaldtölva voru skoðaðar. Notaður er umsýsluhugbúnaður sem kallast AirWatch sem gerir kleift að dreifa efni á spjaldtölvurnar, bæði námsbókum og forritum, sem og að rekja staðsetningu tækis ef það týnist og gera það ónothæft sé því stolið.“ Tækjunum fylgir ýmis konar hugbúnaður sem nemendur geta nýtt í leik og starfi og þá fá allir nemendur afhent hulstur með spjaldtölvunni til að verja hana gegn skemmdum.
Tækni Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira