Íbúar Flateyjar vilja undir Stykkishólm Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2015 20:28 Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur. Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur.
Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira