Sigurmark í framlengingu Úlfur Karlsson skrifar 25. ágúst 2015 11:46 Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun