Umboðsmaður Evrópusambandsins segir riftun IPA-samnings ekki standast lög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2015 19:15 ESB Vísir/Vilhelm Gunnarsson Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þegar IPA-styrk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var einhliða rift í febrúar 2014 í kjölfar þess að aðildarviðræður Íslands að ESB voru settar á ís. Mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin standi við þann samning sem gerður var við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. „Riftun Framkvæmdastjórnar á samningnum á þeim grundvelli að íslensk yfirvöld settu aðildarviðræður á ís teljast vera verulega slæmir stjórnsýsluhættir,“ segir í áliti Umboðsmanns ESB. „Framkvæmdastjórnin hefur sýnt af sér slæmt framferði í þessu máli. Gjörðir framkvæmdastjórnarnar eru með öllu óásættanlegar og geta orðið til þess að orðspor hennar og Evrópusambandsins í heild sinni á á hættu að verða fyrir skaða.“ Í áliti embættisins segir jafnframt að ekkert í samningnum sem gerður var á milli Framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins bendi til þess að gildistími samningsins hafi verið háður framvindu í aðildarviðræðum Íslands að ESB en eins og kunnugt er var veitingu IPA-styrkja frá ESB hætt í kjölfar þess að aðildarviðræðurnar voru settar á ís.Nemar á skólabekk hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.Vísir/Gunnar V. AndréssonEinhliða riftun samnings að hálfu ESB í febrúar 2014 Forsaga málsins er sú að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut IPA-styrk frá Evrópusambandinu í júní 2012 til þess að vinna að verkefni sem tengdist því að efla starfshæfni fullorðinna einstaklinga með litla formlega menntun. Var gerður samningur á milli framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um framkvæmd verkefnisins. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður að ESB á ís var samningi ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var því rift með tveggja mánaða fyrirvara þann 5. febrúar 2014. Fræðlumiðstöðin undi ekki þessari riftun á grundvelli þess að pólitískar ákvarðanir íslensku ríkisstjórnarinnar kæmu samningnum ekki við. Fræðslumiðstöðin leit svo á að samningurinn væri bindandi og hafði þessvegna tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skyldur á grundvelli þess að fjármagn fengist vegna samnings Fræðslumiðstöðvarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Sendi Fræðslumiðstöðin í kjölfarið kvörtun til Umboðsmann Evrópusambandsins sem nú hefur gefið út álit sitt.Farið eftir tilmælum Umboðsmanns Evrópusambandsins í 80% tilvika Í áliti umboðsmannsins segir að ekkert í samningum gefi til kynna að gildistími hans hafi verið háður aðildarviðræðum Íslands að ESB og mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin leiðrétti gjörðir sínar, jafnvel þótt seint sé í rassinn gripið. Álit Umboðsmanns Evrópusambandsins eru ekki bindandi en samkvæmt síðustu árskýrslu embættisins hafa stofnanir ESB farið eftir tilmælum Umboðsmanns í 80% tilvika ESB-málið Tengdar fréttir Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38 Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00 Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Umboðsmaður Evrópusambandsins gerir alvarlegar athugasemdir við framferði Framkvæmdastjórnar Evrópusambandins þegar IPA-styrk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var einhliða rift í febrúar 2014 í kjölfar þess að aðildarviðræður Íslands að ESB voru settar á ís. Mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin standi við þann samning sem gerður var við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. „Riftun Framkvæmdastjórnar á samningnum á þeim grundvelli að íslensk yfirvöld settu aðildarviðræður á ís teljast vera verulega slæmir stjórnsýsluhættir,“ segir í áliti Umboðsmanns ESB. „Framkvæmdastjórnin hefur sýnt af sér slæmt framferði í þessu máli. Gjörðir framkvæmdastjórnarnar eru með öllu óásættanlegar og geta orðið til þess að orðspor hennar og Evrópusambandsins í heild sinni á á hættu að verða fyrir skaða.“ Í áliti embættisins segir jafnframt að ekkert í samningnum sem gerður var á milli Framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins bendi til þess að gildistími samningsins hafi verið háður framvindu í aðildarviðræðum Íslands að ESB en eins og kunnugt er var veitingu IPA-styrkja frá ESB hætt í kjölfar þess að aðildarviðræðurnar voru settar á ís.Nemar á skólabekk hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.Vísir/Gunnar V. AndréssonEinhliða riftun samnings að hálfu ESB í febrúar 2014 Forsaga málsins er sú að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hlaut IPA-styrk frá Evrópusambandinu í júní 2012 til þess að vinna að verkefni sem tengdist því að efla starfshæfni fullorðinna einstaklinga með litla formlega menntun. Var gerður samningur á milli framkvæmdastjórnar ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um framkvæmd verkefnisins. Í kjölfar þess að ríkisstjórn Íslands setti aðildarviðræður að ESB á ís var samningi ESB og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var því rift með tveggja mánaða fyrirvara þann 5. febrúar 2014. Fræðlumiðstöðin undi ekki þessari riftun á grundvelli þess að pólitískar ákvarðanir íslensku ríkisstjórnarinnar kæmu samningnum ekki við. Fræðslumiðstöðin leit svo á að samningurinn væri bindandi og hafði þessvegna tekið á sig umtalsverðar fjárhagslegar skyldur á grundvelli þess að fjármagn fengist vegna samnings Fræðslumiðstöðvarinnar og framkvæmdastjórnar ESB. Sendi Fræðslumiðstöðin í kjölfarið kvörtun til Umboðsmann Evrópusambandsins sem nú hefur gefið út álit sitt.Farið eftir tilmælum Umboðsmanns Evrópusambandsins í 80% tilvika Í áliti umboðsmannsins segir að ekkert í samningum gefi til kynna að gildistími hans hafi verið háður aðildarviðræðum Íslands að ESB og mælist embættið til þess að framkvæmdastjórnin leiðrétti gjörðir sínar, jafnvel þótt seint sé í rassinn gripið. Álit Umboðsmanns Evrópusambandsins eru ekki bindandi en samkvæmt síðustu árskýrslu embættisins hafa stofnanir ESB farið eftir tilmælum Umboðsmanns í 80% tilvika
ESB-málið Tengdar fréttir Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38 Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00 Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vill að ESB standi við IPA samninga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. 16. desember 2013 15:38
Ráðgjafarvefur í uppnámi í kjölfar samningsrofs ESB Áætlað er að tugi milljóna króna vanti til að ljúka þróun vefsins Næsta skref. Vefurinn veitir landsmönnum upplýsingar um nám og störf. Verkefnið var fjármagnað með IPA-styrkjum frá ESB sem ekki eru lengur veittir. 24. febrúar 2015 11:00
Aðildarviðræðum við ESB er endanlega lokið Gunnar Bragi Sveinsson segir stöðuna þá að vilji næsta ríkisstjórn hefja aðildarviðræður við ESB á ný, þá þurfi að hefja leikinn frá byrjunarreit. 12. maí 2015 10:15