Fjárlög 2016: Er tiltektinni lokið? Frosti Ólafsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun