Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2015 21:51 Shannon-flugvöllurinn á Írlandi. Vísir/Getty Hundrað fjörutíu og fimm Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél frá PrimeraAir á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag. Íslendingarnir voru á leið frá Tenerife á Kanaríeyjum til Keflavíkurflugvallar þegar ákveðið var að millilenda á Shannon-flugvelli til að taka eldsneyti. Ástæðan var sögð sú að ekki væri nóg eldsneyti á vélinni ef nýta þyrfti Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Við millilendinguna á Írlandi var áhöfninni bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. Var henni því skipað að taka lágmarkshvíld og var farið í að útvega farþegunum hótelgistingu og er áætluð brottför til Íslands klukkan tvö að staðartíma á Írlandi á morgun. Torfi Geirmundsson, hársnyrtir úr Reykjavík, var einn þeirra sem var í flugvélinni. Þegar Vísir náði sambandi við hann höfðu farþegarnir beðið í vélinni í tvo tíma en fljótlega eftir símtalið var þeim hleypt inn á flugvöllinn og voru á leið upp á hótel þegar þetta er skrifað. Um var að ræða leiguflug á vegum Plúsferða og Úrval Útsýn en Torfi segir farþegana hafa fengið litlar upplýsingar á meðan beðið var í vélinni. „Við reyndum að tala við fólkið sem var þarna og sögðu þetta ekki ganga svona, það væru börn í vélinni og þetta væri ekki viðunandi staða,“ segir Torfi en farþegunum var að lokum boðið upp á vatn til að auðvelda biðina.Uppfært klukkan 23:35: Í upphaflegu útgáfunni á fréttinni kom fram að biðin í vélinni hefði tekið fjóra tíma en aðrir farþegar segja hana hafa verið nær tveimur tímum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Hundrað fjörutíu og fimm Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél frá PrimeraAir á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag. Íslendingarnir voru á leið frá Tenerife á Kanaríeyjum til Keflavíkurflugvallar þegar ákveðið var að millilenda á Shannon-flugvelli til að taka eldsneyti. Ástæðan var sögð sú að ekki væri nóg eldsneyti á vélinni ef nýta þyrfti Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Við millilendinguna á Írlandi var áhöfninni bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. Var henni því skipað að taka lágmarkshvíld og var farið í að útvega farþegunum hótelgistingu og er áætluð brottför til Íslands klukkan tvö að staðartíma á Írlandi á morgun. Torfi Geirmundsson, hársnyrtir úr Reykjavík, var einn þeirra sem var í flugvélinni. Þegar Vísir náði sambandi við hann höfðu farþegarnir beðið í vélinni í tvo tíma en fljótlega eftir símtalið var þeim hleypt inn á flugvöllinn og voru á leið upp á hótel þegar þetta er skrifað. Um var að ræða leiguflug á vegum Plúsferða og Úrval Útsýn en Torfi segir farþegana hafa fengið litlar upplýsingar á meðan beðið var í vélinni. „Við reyndum að tala við fólkið sem var þarna og sögðu þetta ekki ganga svona, það væru börn í vélinni og þetta væri ekki viðunandi staða,“ segir Torfi en farþegunum var að lokum boðið upp á vatn til að auðvelda biðina.Uppfært klukkan 23:35: Í upphaflegu útgáfunni á fréttinni kom fram að biðin í vélinni hefði tekið fjóra tíma en aðrir farþegar segja hana hafa verið nær tveimur tímum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Hálft tonn af farangri skilið eftir: „Það er enginn að leika sér að þessu“ Farþegar í flugi Flugfélags Íslands frá Nuuk á Grænlandi til Íslands í gær voru afar ósáttir. 25. ágúst 2015 13:15