YouTube-spjótkastarinn sem sló í gegn í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2015 10:30 Yego grýtti spjótinu 92,72 metra. vísir/getty Julius Yego er ein af stjörnum HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í Peking í Kína. Þessi 26 ára Kenýumaður bar sigur úr býtum í spjótkastskeppninni en hann kastaði spjótinu 92,72 metra. Þetta er lengsta kast ársins og jafnframt lengsta kast í greininni í 14 ár. Í gær skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir, fulltrúi Íslands í spjótkastskeppni kvenna á HM, á Facebook-síðu sína að þetta tröllakast Yego hafi veitt henni innblástur. Ásdís keppir í spjótkastinu á morgun. Yego, sem er aðeins 1,75 metrar á hæð, náði þessu ótrúlega kasti í þriðju tilraun en fyrir hana var hann í 8. sæti af 12 keppendum. Þetta tröllakast var tæpum fjórum metrum lengra en næstlengsta kastið sem Egyptinn Ihab El-Sayed átti. „Ég glímdi við alvarleg meiðsli og hélt að ég myndi ekki geta keppt í Peking. Mjög fáir íþróttamenn hafa gert það sem ég hef gert,“ sagði Yego sem hafði lengst kastað 91,39 metra fyrir HM.Yego starfaði áður sem lögreglumaður í heimalandinu.vísir/gettyYego segist hafa verið duglegur að horfa á myndbönd af frægum spjótkösturum, eins og heimsmethafanum Jan Zelezný og Norðmanninum Andreas Thorkildsen, á YouTube til að þróa tækni sína. „Það mun ekki koma annar YouTube-íþróttamaður fram á sjónarsviðið,“ sagði Yego sem var að vonum ánægður með kastið sitt. „Mig langar að fara og horfa aftur á kastið mitt, það var nánast fullkomið.“ Yego, sem starfaði áður sem lögreglumaður, æfir undir handleiðslu Finnans Petteri Piironen og hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Yego lenti í 12. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og ári seinna rétt missti hann af bronsverðlaunum á HM í Moskvu. Í fyrra vann hann svo sigur í spjótkastskeppninni á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi þegar hann kastaði 83,87 metra. Ári seinna er hann kominn á toppinn í greininni og það er spurning hvort hann geri atlögu að heimsmeti Zeleznýs (98,48 metrar) á næstu misserum.Heimsmethafinn Jan Zelezný Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Julius Yego er ein af stjörnum HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í Peking í Kína. Þessi 26 ára Kenýumaður bar sigur úr býtum í spjótkastskeppninni en hann kastaði spjótinu 92,72 metra. Þetta er lengsta kast ársins og jafnframt lengsta kast í greininni í 14 ár. Í gær skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir, fulltrúi Íslands í spjótkastskeppni kvenna á HM, á Facebook-síðu sína að þetta tröllakast Yego hafi veitt henni innblástur. Ásdís keppir í spjótkastinu á morgun. Yego, sem er aðeins 1,75 metrar á hæð, náði þessu ótrúlega kasti í þriðju tilraun en fyrir hana var hann í 8. sæti af 12 keppendum. Þetta tröllakast var tæpum fjórum metrum lengra en næstlengsta kastið sem Egyptinn Ihab El-Sayed átti. „Ég glímdi við alvarleg meiðsli og hélt að ég myndi ekki geta keppt í Peking. Mjög fáir íþróttamenn hafa gert það sem ég hef gert,“ sagði Yego sem hafði lengst kastað 91,39 metra fyrir HM.Yego starfaði áður sem lögreglumaður í heimalandinu.vísir/gettyYego segist hafa verið duglegur að horfa á myndbönd af frægum spjótkösturum, eins og heimsmethafanum Jan Zelezný og Norðmanninum Andreas Thorkildsen, á YouTube til að þróa tækni sína. „Það mun ekki koma annar YouTube-íþróttamaður fram á sjónarsviðið,“ sagði Yego sem var að vonum ánægður með kastið sitt. „Mig langar að fara og horfa aftur á kastið mitt, það var nánast fullkomið.“ Yego, sem starfaði áður sem lögreglumaður, æfir undir handleiðslu Finnans Petteri Piironen og hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Yego lenti í 12. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og ári seinna rétt missti hann af bronsverðlaunum á HM í Moskvu. Í fyrra vann hann svo sigur í spjótkastskeppninni á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi þegar hann kastaði 83,87 metra. Ári seinna er hann kominn á toppinn í greininni og það er spurning hvort hann geri atlögu að heimsmeti Zeleznýs (98,48 metrar) á næstu misserum.Heimsmethafinn Jan Zelezný
Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira