YouTube-spjótkastarinn sem sló í gegn í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2015 10:30 Yego grýtti spjótinu 92,72 metra. vísir/getty Julius Yego er ein af stjörnum HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í Peking í Kína. Þessi 26 ára Kenýumaður bar sigur úr býtum í spjótkastskeppninni en hann kastaði spjótinu 92,72 metra. Þetta er lengsta kast ársins og jafnframt lengsta kast í greininni í 14 ár. Í gær skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir, fulltrúi Íslands í spjótkastskeppni kvenna á HM, á Facebook-síðu sína að þetta tröllakast Yego hafi veitt henni innblástur. Ásdís keppir í spjótkastinu á morgun. Yego, sem er aðeins 1,75 metrar á hæð, náði þessu ótrúlega kasti í þriðju tilraun en fyrir hana var hann í 8. sæti af 12 keppendum. Þetta tröllakast var tæpum fjórum metrum lengra en næstlengsta kastið sem Egyptinn Ihab El-Sayed átti. „Ég glímdi við alvarleg meiðsli og hélt að ég myndi ekki geta keppt í Peking. Mjög fáir íþróttamenn hafa gert það sem ég hef gert,“ sagði Yego sem hafði lengst kastað 91,39 metra fyrir HM.Yego starfaði áður sem lögreglumaður í heimalandinu.vísir/gettyYego segist hafa verið duglegur að horfa á myndbönd af frægum spjótkösturum, eins og heimsmethafanum Jan Zelezný og Norðmanninum Andreas Thorkildsen, á YouTube til að þróa tækni sína. „Það mun ekki koma annar YouTube-íþróttamaður fram á sjónarsviðið,“ sagði Yego sem var að vonum ánægður með kastið sitt. „Mig langar að fara og horfa aftur á kastið mitt, það var nánast fullkomið.“ Yego, sem starfaði áður sem lögreglumaður, æfir undir handleiðslu Finnans Petteri Piironen og hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Yego lenti í 12. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og ári seinna rétt missti hann af bronsverðlaunum á HM í Moskvu. Í fyrra vann hann svo sigur í spjótkastskeppninni á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi þegar hann kastaði 83,87 metra. Ári seinna er hann kominn á toppinn í greininni og það er spurning hvort hann geri atlögu að heimsmeti Zeleznýs (98,48 metrar) á næstu misserum.Heimsmethafinn Jan Zelezný Frjálsar íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Julius Yego er ein af stjörnum HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í Peking í Kína. Þessi 26 ára Kenýumaður bar sigur úr býtum í spjótkastskeppninni en hann kastaði spjótinu 92,72 metra. Þetta er lengsta kast ársins og jafnframt lengsta kast í greininni í 14 ár. Í gær skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir, fulltrúi Íslands í spjótkastskeppni kvenna á HM, á Facebook-síðu sína að þetta tröllakast Yego hafi veitt henni innblástur. Ásdís keppir í spjótkastinu á morgun. Yego, sem er aðeins 1,75 metrar á hæð, náði þessu ótrúlega kasti í þriðju tilraun en fyrir hana var hann í 8. sæti af 12 keppendum. Þetta tröllakast var tæpum fjórum metrum lengra en næstlengsta kastið sem Egyptinn Ihab El-Sayed átti. „Ég glímdi við alvarleg meiðsli og hélt að ég myndi ekki geta keppt í Peking. Mjög fáir íþróttamenn hafa gert það sem ég hef gert,“ sagði Yego sem hafði lengst kastað 91,39 metra fyrir HM.Yego starfaði áður sem lögreglumaður í heimalandinu.vísir/gettyYego segist hafa verið duglegur að horfa á myndbönd af frægum spjótkösturum, eins og heimsmethafanum Jan Zelezný og Norðmanninum Andreas Thorkildsen, á YouTube til að þróa tækni sína. „Það mun ekki koma annar YouTube-íþróttamaður fram á sjónarsviðið,“ sagði Yego sem var að vonum ánægður með kastið sitt. „Mig langar að fara og horfa aftur á kastið mitt, það var nánast fullkomið.“ Yego, sem starfaði áður sem lögreglumaður, æfir undir handleiðslu Finnans Petteri Piironen og hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Yego lenti í 12. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og ári seinna rétt missti hann af bronsverðlaunum á HM í Moskvu. Í fyrra vann hann svo sigur í spjótkastskeppninni á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi þegar hann kastaði 83,87 metra. Ári seinna er hann kominn á toppinn í greininni og það er spurning hvort hann geri atlögu að heimsmeti Zeleznýs (98,48 metrar) á næstu misserum.Heimsmethafinn Jan Zelezný
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira