Enski boltinn

Vilja kynna De Gea til leiks á þriðjudag

Stefán Árni Pálsson skrifar
David De Gea hefur verið upp í stúku það sem af er tímabilsins.
David De Gea hefur verið upp í stúku það sem af er tímabilsins. Vísir/AFP
Forráðamenn Real Madrid virðast greinilega bjartsýnir á það að David De Gea komi til liðsins frá Manchester United fyrir lok félagaskiptagluggann en undirbúningur fyrir leikmannakynningu De Gea er nú þegar hafinn.

Félagið ætlar sér að kynna þennan spænska markvörð til leiks á þriðjudaginn en frestur til að ganga frá félagaskiptum á Spáni rennur út að miðnætti á mánudagskvöld.

Eftir helgi tekur við landsleikjahlé og flýgur De Gea þá til Madrídar  til móts við spænska landsliðið. Þá vonast forráðamenn Real Madrid til þess að geta kynnt kappinn til leiks á Bernabeu.

Erlendir miðlar greina frá því að United sé reiðubúið að samþykkja tilboð frá Real Madrid upp á 40 milljónir evra eða því sem samsvarar tæplega sex milljörðum íslenskra króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×