UNICEF: Nepölsk börn lýsa ótta og óöryggi á skjálftasvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2015 10:07 Börn sem starfsmenn UNICEF ræddu við segjast kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Mynd/Unicef Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi yfir að þurfa að búa í tjöldum og yfirfullum neyðarskýlum. Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor. Segjast börnin kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börnin á skjálftasvæðinu hafi komið með nákvæmar og praktískar ráðleggingar varðandi uppbyggingarstarfið og meðal annars sagst vilja vera betur undirbúin fyrir jarðskjálfta í framtíðinni. „Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi og þegar hafa þúsundir landsmanna lagt henni lið. Fjölmargir hafa auk þess skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. „Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sem ætla að hlaupa fyrir UNICEF og öllum sem þegar hafa heitið á hlauparana. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að bætast í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Börn berskjölduð fyrir misnotkunÍ tilkynningunni segir að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er þau varðar og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Skýrslan sem gefin var út í kjölfar samráðsins við börnin nefnist After the earthquake: Nepal´s children speak out. „Börnin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn – nokkuð sem fullorðnir gætu ekki hafa komið auga á,“ segir yfirmaður hjá UNICEF á svæðinu, Dr. Rownak Khan. UNICEF og samtökin fjögur sem stóðu að verkefninu undirstrika þörfina á því að gera samfélög í Nepal betur í stakk búin til að mæta meiriháttar áföllum sem þessum og vara einnig við því að án hjálpar sé heilsu barna, velferð og öryggi verulega ógnað nú þegar monsún-rigningarnar standa yfir. „Rigningarnar gera allt hjálparstarfið erfiðara. Börn á svæðinu hafa gengið í gegnum einstaklega ógnvekjandi reynslu sem orsakar mikla streitu hjá þeim. Þessi reynsla hefur kippt fótunum undan tilveru þeirra og haft veruleg áhrif á skólagöngu þeirra. Börnin þurfa margvíslega aðstoð og einnig sálrænan stuðning til að jafna sig. Veita þarf hjálp hratt og örugglega,“ segir Bergsteinn Jónsson. Tugþúsundir barna á jarðskjálftasvæðinu í Nepal búa við óviðunandi aðstæður í neyðarskýlum. Umfangsmikil hjálp hefur þegar verið veitt en þörfin er enn gríðarleg,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Mörg börn á jarðskjálftasvæðinu í Nepal upplifa ótta og óöryggi yfir að þurfa að búa í tjöldum og yfirfullum neyðarskýlum. Starfsmenn UNICEF og samstarfsaðila hafa rætt við nærri tvö þúsund börn á skjálftasvæðinu sem lifðu af jarðskjálftana í Nepal í vor. Segjast börnin kvíðin yfir því hvaða áhrif skortur á hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu og læknisþjónustu hafi á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og eru áhyggjufull yfir því hvaða áhrif lokanir skóla í kjölfar skjálftans hafa á framtíð þeirra. Í tilkynningu frá UNICEF segir að börnin á skjálftasvæðinu hafi komið með nákvæmar og praktískar ráðleggingar varðandi uppbyggingarstarfið og meðal annars sagst vilja vera betur undirbúin fyrir jarðskjálfta í framtíðinni. „Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Nepal er enn í fullum gangi og þegar hafa þúsundir landsmanna lagt henni lið. Fjölmargir hafa auk þess skráð sig í áheitahlaup fyrir UNICEF á Íslandi í Reykjavíkurmaraþoninu í næstu viku. „Við erum ákaflega þakklát öllum þeim sem ætla að hlaupa fyrir UNICEF og öllum sem þegar hafa heitið á hlauparana. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að bætast í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Börn berskjölduð fyrir misnotkunÍ tilkynningunni segir að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er þau varðar og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. „Skýrslan sem gefin var út í kjölfar samráðsins við börnin nefnist After the earthquake: Nepal´s children speak out. „Börnin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn – nokkuð sem fullorðnir gætu ekki hafa komið auga á,“ segir yfirmaður hjá UNICEF á svæðinu, Dr. Rownak Khan. UNICEF og samtökin fjögur sem stóðu að verkefninu undirstrika þörfina á því að gera samfélög í Nepal betur í stakk búin til að mæta meiriháttar áföllum sem þessum og vara einnig við því að án hjálpar sé heilsu barna, velferð og öryggi verulega ógnað nú þegar monsún-rigningarnar standa yfir. „Rigningarnar gera allt hjálparstarfið erfiðara. Börn á svæðinu hafa gengið í gegnum einstaklega ógnvekjandi reynslu sem orsakar mikla streitu hjá þeim. Þessi reynsla hefur kippt fótunum undan tilveru þeirra og haft veruleg áhrif á skólagöngu þeirra. Börnin þurfa margvíslega aðstoð og einnig sálrænan stuðning til að jafna sig. Veita þarf hjálp hratt og örugglega,“ segir Bergsteinn Jónsson. Tugþúsundir barna á jarðskjálftasvæðinu í Nepal búa við óviðunandi aðstæður í neyðarskýlum. Umfangsmikil hjálp hefur þegar verið veitt en þörfin er enn gríðarleg,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira