Byggingarkostnaður 170 milljónum hærri en fasteignamat Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 13:17 MYND/VÍSIR Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmylla sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða tvær tilraunavindmyllur sem settar voru upp í febrúar 2013. Byggingakostnaðurinn við vindmyllurnar var um 170 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fasteignamati. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur því ákveðið að kæra ákvörðum þjóðskrár um fasteignamatið. „Þetta er bara eingöngu vegna þess að við ætlum að fá raunvirði á vindmyllurnar. Þetta er ekki spurningin um hvort þetta sé rétt eða rangt. Það hefur ekki verið dæmt í þessu og við viljum bara fá úrskurð fasteignamatsnefndar um hvort rétt mat sé á vindmyllunum“, segir Björgvin Skafti Bjarnason, sveitarstjóri Skeiða - og Gnúpverjahrepps. Í rökstuðningi fyrir fasteignamati vindmyllanna telur Landsvirkjun að myllan sjálf teljist til búnaðar sem sé undanskilin fasteignamati, og því ætti aðeins 20% masturssins og steyptar undirstöður að teljast inn í eignamatið. Björgvin Skafti segir að málið verði fordæmisgefandi fyrir vindmyllur sem kunna að rísa á Íslandi, en sveitarstjórnir hafa ekki áður gert athugasemdir við röksemdir Landsvirkjunar á hvernig fasteignamati vindmyllna er háttað. „Þetta eru nú fyrstu tvær vindmyllurnar sem eru settar í fasteignamat. Síðan eru tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem ég er nú reyndar ekki alveg klár á hvort að sé búið að meta. En planið er að setja upp 80 vindmyllur og það verður horft til þess hvernig þessar vindmyllur eru metnar og aðrar metnar útfrá því,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmylla sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða tvær tilraunavindmyllur sem settar voru upp í febrúar 2013. Byggingakostnaðurinn við vindmyllurnar var um 170 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fasteignamati. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur því ákveðið að kæra ákvörðum þjóðskrár um fasteignamatið. „Þetta er bara eingöngu vegna þess að við ætlum að fá raunvirði á vindmyllurnar. Þetta er ekki spurningin um hvort þetta sé rétt eða rangt. Það hefur ekki verið dæmt í þessu og við viljum bara fá úrskurð fasteignamatsnefndar um hvort rétt mat sé á vindmyllunum“, segir Björgvin Skafti Bjarnason, sveitarstjóri Skeiða - og Gnúpverjahrepps. Í rökstuðningi fyrir fasteignamati vindmyllanna telur Landsvirkjun að myllan sjálf teljist til búnaðar sem sé undanskilin fasteignamati, og því ætti aðeins 20% masturssins og steyptar undirstöður að teljast inn í eignamatið. Björgvin Skafti segir að málið verði fordæmisgefandi fyrir vindmyllur sem kunna að rísa á Íslandi, en sveitarstjórnir hafa ekki áður gert athugasemdir við röksemdir Landsvirkjunar á hvernig fasteignamati vindmyllna er háttað. „Þetta eru nú fyrstu tvær vindmyllurnar sem eru settar í fasteignamat. Síðan eru tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem ég er nú reyndar ekki alveg klár á hvort að sé búið að meta. En planið er að setja upp 80 vindmyllur og það verður horft til þess hvernig þessar vindmyllur eru metnar og aðrar metnar útfrá því,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira