Byggingarkostnaður 170 milljónum hærri en fasteignamat Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 13:17 MYND/VÍSIR Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmylla sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða tvær tilraunavindmyllur sem settar voru upp í febrúar 2013. Byggingakostnaðurinn við vindmyllurnar var um 170 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fasteignamati. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur því ákveðið að kæra ákvörðum þjóðskrár um fasteignamatið. „Þetta er bara eingöngu vegna þess að við ætlum að fá raunvirði á vindmyllurnar. Þetta er ekki spurningin um hvort þetta sé rétt eða rangt. Það hefur ekki verið dæmt í þessu og við viljum bara fá úrskurð fasteignamatsnefndar um hvort rétt mat sé á vindmyllunum“, segir Björgvin Skafti Bjarnason, sveitarstjóri Skeiða - og Gnúpverjahrepps. Í rökstuðningi fyrir fasteignamati vindmyllanna telur Landsvirkjun að myllan sjálf teljist til búnaðar sem sé undanskilin fasteignamati, og því ætti aðeins 20% masturssins og steyptar undirstöður að teljast inn í eignamatið. Björgvin Skafti segir að málið verði fordæmisgefandi fyrir vindmyllur sem kunna að rísa á Íslandi, en sveitarstjórnir hafa ekki áður gert athugasemdir við röksemdir Landsvirkjunar á hvernig fasteignamati vindmyllna er háttað. „Þetta eru nú fyrstu tvær vindmyllurnar sem eru settar í fasteignamat. Síðan eru tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem ég er nú reyndar ekki alveg klár á hvort að sé búið að meta. En planið er að setja upp 80 vindmyllur og það verður horft til þess hvernig þessar vindmyllur eru metnar og aðrar metnar útfrá því,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmylla sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða tvær tilraunavindmyllur sem settar voru upp í febrúar 2013. Byggingakostnaðurinn við vindmyllurnar var um 170 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fasteignamati. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur því ákveðið að kæra ákvörðum þjóðskrár um fasteignamatið. „Þetta er bara eingöngu vegna þess að við ætlum að fá raunvirði á vindmyllurnar. Þetta er ekki spurningin um hvort þetta sé rétt eða rangt. Það hefur ekki verið dæmt í þessu og við viljum bara fá úrskurð fasteignamatsnefndar um hvort rétt mat sé á vindmyllunum“, segir Björgvin Skafti Bjarnason, sveitarstjóri Skeiða - og Gnúpverjahrepps. Í rökstuðningi fyrir fasteignamati vindmyllanna telur Landsvirkjun að myllan sjálf teljist til búnaðar sem sé undanskilin fasteignamati, og því ætti aðeins 20% masturssins og steyptar undirstöður að teljast inn í eignamatið. Björgvin Skafti segir að málið verði fordæmisgefandi fyrir vindmyllur sem kunna að rísa á Íslandi, en sveitarstjórnir hafa ekki áður gert athugasemdir við röksemdir Landsvirkjunar á hvernig fasteignamati vindmyllna er háttað. „Þetta eru nú fyrstu tvær vindmyllurnar sem eru settar í fasteignamat. Síðan eru tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem ég er nú reyndar ekki alveg klár á hvort að sé búið að meta. En planið er að setja upp 80 vindmyllur og það verður horft til þess hvernig þessar vindmyllur eru metnar og aðrar metnar útfrá því,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira