Nauðlending í Súðavíkurhlíð: Var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2015 10:59 Frá vettvangi í gær þar sem vélinni var nauðlent á veginum um Súðavíkurhlíð. Vísir/Þórður Kr. Sigurðsson. „Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45