Ásgerður: Nú er maður þakklátur fyrir níu mánaða undirbúningstímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2015 19:44 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. Vísir/Ernir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn