Ásgerður: Nú er maður þakklátur fyrir níu mánaða undirbúningstímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2015 19:44 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. Vísir/Ernir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði og miðjumaður Stjörnunnar, var sátt en þreytt þegar Vísir náði í hana í kvöld en Stjörnukonur eru komnar í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur í hreinum úrslitaleik á móti heimastúlkum í liði Apollon frá Kýpur. „Við erum ótrúlega ánægðar með þetta og maður er þakklátur fyrir það núna að hafa fengið níu mánaða undirbúningstímabil," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en leikurinn var spilaður í miklum hita og miklum raka. Það tók því mikið af Stjörnukonum að halda út í 90 mínútur og Ásgerður viðurkenndi að hafa sjaldan verið þreyttari eftir fótboltaleik. „Þær voru miklu meira með boltann og við vissum það alveg að þær myndu stjórna leiknum. Framan af ætluðu þær bara að halda núllinu og létu boltann ganga svona 50 sinnum til baka. Við fengum hættulegri færi en þær í leiknum og þær sköpuðu sér bara svona skot fyrir utan teig. Mér fannst við vera þéttar til baka og leikurinn þróaðist eins og við vildum að hann myndi þróast," sagði Ásgerður. Ásgerður hljóp mikið í hitanum í dag en hún hrósaði líka liðsfélögunum sínum fyrir framlag þeirra. „Ég var með Fran fyrir framan mig og hún hljóp ótrúlega mikið. Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur og liðssigur en við hlupum allar mjög mikið í hitunum. Harpa (Þorsteinsdóttir) gefur mikið þarna uppi á toppi. Það er mikið farið í hana og orka fer í það," sagði Ásgerður. „Þær eru mjög góðar í fótbolta en við vissum að myndum eiga þær í líkamlegum styrk og þoli.Þær eru að byrja tímabilið en við erum búnar með níu mánaða undirbúningstímabil og höfum spilað fullt af leikjum. Mér fannst við lengra komnar líkamlega heldur en þær," sagði Ásgerður. „Við refsuðum þeim á réttan hátt og Poli og Harpa eru að ná gríðarlega vel saman upp á topp," sagði Ásgeður en Poliana skoraði bæði mörkin og hefur skorað sex mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með Stjörnunni. „Hún er drjúg fyrir okkur og það eru mikil gæði í þessum leikmanni eins og báðum Brössunum," sagði Ásgerður sem segir að liðin geti nú ekki bara einbeitt sér að því að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur. „Það er fínt fyrir okkur að nú þurfa liðin að fara að hugsa líka um hægri og vinstri kantinn okkar sem og fremsta miðjumanninn. Það er opnar svolítið fyrir okkur," sagði Ásgerður.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn