Sagan af Blackberry stjórnarmaðurinn skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent