Enski boltinn

Móðir Pedro: Hann fer til Man Utd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pedro er líklega á leið til Manchester United.
Pedro er líklega á leið til Manchester United. vísir/getty
Pedro Rodríguez hefur ákveðið að ganga til liðs við Manchester United.

Þetta hefur Jaime Lorenzo, sem er forseti Raqui San Isidoro á Kanaríeyjum (fyrsta félagsins sem Pedro lék með), eftir móður leikmannsins.

"Hann var að vinna í fótboltaskóla hér fyrir nokkrum vikum og allir vinir hans vita að hann er að fara til United," sagði Lorenzo í samtali við útvarpsstöðina Cadena Ser.

"Um daginn hitti ég mömmu Pedros í húsgagnaverslun og hún sagði sér að hann væri á leið til Englands."

Pedro er ætlað að fylla skarð Ángel Di María hjá United en Argentínumaðurinn er á leið til Paris Saint-Germain. Talið er að enska liðið muni borga 22 milljónir punda fyrir hinn 28 ára gamla Pedro.

Pedro hefur skorað 98 mörk í 318 leikjum fyrir Barcelona en hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Katalóníuliðinu.

Tækifærum Pedros í byrjunarliði Barcelona fækkaði umtalsvert eftir komu Luís Suárez og ekki eru miklar líkur á að það breytist á þessu tímabili.

Pedro hefur leikið 51 landsleik fyrir Spán og skorað 16 mörk.


Tengdar fréttir

Óvissa um framtíð Pedro

Luis Enrique viðurkenndi að hann gæti ekki stöðvað Pedro ef spænski framherjinn sem hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea vill fara frá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×