Bardagakonan Ronda Rousey sýndi enn og aftur hvers hún er megnug í nótt þegar hún vann hina brasilísku Bethe Correia á UFC 190 bardagakvöldinu í Ríó í Brasilíu í nótt.
Ronda er ekki vön að vera lengi að hlutunum og það var engin breyting þar á í nótt en eftir 34 sekúndur var hún búin að rota Correia sem átti aldrei mögulega í bardaganum.
Með sigrinum varði Ronda titil sinn í bantamvigt en hún er enn ósigruð í MMA.
Bardagann í heild sinni má sjá hér að ofan.
Þetta er þriðji bardaginn í röð sem Ronda klárar á innan við mínútu og sá fjórði í röð sem hún klárar á innan við 1:06 mínútum.
Síðustu fjórir bardagar Rondu Rousey:
UFC 190: Bethe Correia - 0:34 mín
UFC 184: Cat Zingano - 0:14 mín
UFC 175: Alexis Davis - 0:16 mín
UFC 170: Sara McMann - 1:06 mín

