LBGT fólk í Úganda fór í gleðigöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 23:34 Hinsegin dagar í Úganda náðu hápunkti sínum í dag. vísir/afp Það var ekki aðeins á Íslandi sem hinsegin fólk fór í gleðigöngu því hið sama gerðu fólk í Úganda. Talsverður munur er á stöðu hinsegin fólks hér og þar en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Viðburðurinn var haldinn fyrir utan höfuðborgina Kampala og er hápunktur hátíðarhalda sem staðið hafa yfir í vikunni. Fyrr í vikunni fór fram fegurðarsamkeppni samkynhneigðra og einn dagurinn var tileinkaður transfólki. Fólk kom saman, dansaði og veifaði regnbogafánanum til að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem verða uppvísir að samkynhneigð í Úganda eiga yfir höfði sér fangelsisrefsingu en Úganda er eitt þeirra 72 landa þar sem samkynhneigð er enn ólögleg. Flest löndin eru í Miðausturlöndum, Norður- og Mið-Afríku. Í fyrra reyndi þjóðþing landsins að setja á lög þar sem lífstíðarfangelsi yrðu viðurlögin við samkynhneigð. Fyrir ári síðan komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og var hátíðarhöldunum því valinn dagur nú. Fyrr í vikunni komst hæstiréttur Úganda að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skila brúðargjaldi kæmi til skilnaðar hjóna. „Gangan snýst um að sýna fólki að ofbeldi, mismunun og smánun gagnvart LBGT fólki er slæm. Við erum að senda þau skilaboð að við séum til og að við viljum sömu réttindi og aðrir íbúar Úganda,“ segir Moses Kimbugwe einn þeirra sem tók þátt í göngunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mælti fyrir því í heimsókn sinni til heimsálfunnar fyrir skemmstu að bragarbót yrði gerð í málum LBGT fólks í álfunni. Yfirlýsingin hefur mætt andstöðu hjá mörgum þjóðarleiðtogum Afríku sem segja að samkynhneigð sé ekki partur af menningu álfunnar. Nokkrar myndir af glöðu fólki í göngunni fylgja með fréttinni en myndirnar eru frá AFP. Hinsegin Tengdar fréttir Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Það var ekki aðeins á Íslandi sem hinsegin fólk fór í gleðigöngu því hið sama gerðu fólk í Úganda. Talsverður munur er á stöðu hinsegin fólks hér og þar en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Viðburðurinn var haldinn fyrir utan höfuðborgina Kampala og er hápunktur hátíðarhalda sem staðið hafa yfir í vikunni. Fyrr í vikunni fór fram fegurðarsamkeppni samkynhneigðra og einn dagurinn var tileinkaður transfólki. Fólk kom saman, dansaði og veifaði regnbogafánanum til að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem verða uppvísir að samkynhneigð í Úganda eiga yfir höfði sér fangelsisrefsingu en Úganda er eitt þeirra 72 landa þar sem samkynhneigð er enn ólögleg. Flest löndin eru í Miðausturlöndum, Norður- og Mið-Afríku. Í fyrra reyndi þjóðþing landsins að setja á lög þar sem lífstíðarfangelsi yrðu viðurlögin við samkynhneigð. Fyrir ári síðan komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og var hátíðarhöldunum því valinn dagur nú. Fyrr í vikunni komst hæstiréttur Úganda að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skila brúðargjaldi kæmi til skilnaðar hjóna. „Gangan snýst um að sýna fólki að ofbeldi, mismunun og smánun gagnvart LBGT fólki er slæm. Við erum að senda þau skilaboð að við séum til og að við viljum sömu réttindi og aðrir íbúar Úganda,“ segir Moses Kimbugwe einn þeirra sem tók þátt í göngunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mælti fyrir því í heimsókn sinni til heimsálfunnar fyrir skemmstu að bragarbót yrði gerð í málum LBGT fólks í álfunni. Yfirlýsingin hefur mætt andstöðu hjá mörgum þjóðarleiðtogum Afríku sem segja að samkynhneigð sé ekki partur af menningu álfunnar. Nokkrar myndir af glöðu fólki í göngunni fylgja með fréttinni en myndirnar eru frá AFP.
Hinsegin Tengdar fréttir Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36