Hin liðin munu líta á okkur sem hvíldardag Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 06:00 Hörður Axel og Brynjar Þór Björnsson ræðast við á landsliðsæfingu. vísir/andri marinó „Nú er fjörið að byrja. Það var kominn fiðringur í mann en nú er bara mikil spenna,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir okkar hófu æfingar fyrir Evrópumótið í Berlín í síðustu viku. Hörður hefur verið lykilmaður í landsliðinu í nokkur ár og má fastlega búast við honum í lokahópnum á Evrópumótinu í Berlín. Hópurinn var skorinn niður í vikunni og æfa þeir Emil Barja, Darri Hilmarsson og Ólafur Ólafsson ekki oftar með liðinu fram að móti.Verðum að njóta Ísland er í dauðariðlinum á sínu fyrsta stórmóti, en í Berlín mætir liðið heimamönnum frá Þýskalandi og Serbíu, Tyrklandi, Spáni og Ítalíu. Sigurlíkur Íslands eru litlar sem engar. „Ég held að þetta verði bara ævintýri. Við verðum mikið saman og þetta er líka svo skemmtilegur hópur. Það ná allir svo vel saman og því verður bara gaman að taka þátt í þessum,“ segir Hörður Axel. „Að njóta er lykilorðið í þessu. Við erum ekki að fara að vinna Spán með 20 stiga mun eða eitthvað þannig. Við þurfum bara að njóta þess að fá að vera með og sjá svo hvað gerist.“Hörður (til vinstri) veit ekki hvar hann mun spila í vetur.vísir/andri marinóÁnægður með veturinn Eftir fall með Valladolid á Spáni í fyrra sneri Hörður Axel aftur til MBC í Þýskalandi og spilaði með liðinu í efstu deild. Hann kveðst ánægður með þá ákvörðun og spilamennsku sína í vetur. „Ég var mjög sáttur eftir erfitt tímabil á Spáni þar á undan. Það var gott að koma til baka og reyna að endurræsa ferilinn. Ég gerði nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera og geng því sáttur frá borði þaðan,“ segir Hörður Axel sem er nú samningslaus og leitar liðs. „Ég er með umboðsmann í þessu sem sér um mín mál. Ég reyni að hugsa ekkert um þetta en maður er samt alltaf að hugsa um þetta. Maður veit ekki hvar maður er að fara að spila eftir EM og lifa næsta árið. Þessi körfuboltaheimur er skrítinn.“ Eins og fleiri samningslausir í landsliðinu vill Hörður frekar semja fyrir EM til að taka ekki neina áhættu. „Það er rosalega hættulegt að semja eftir EM því þá verða flest lið búin að semja við alla sína menn. Ég vil semja fyrir Evrópumótið þannig að ég geti bara notið þess að spila,“ segir Hörður, en að bíða með að semja gæti líka haft áhrif á frammistöðu hans í Berlín. „Ef ég er líka eitthvað að bíða með þetta verður miklu meiri pressa á mér að standa mig. Maður vill bara njóta þess að spila þarna og sjá hvar maður stendur gegn þessum bestu í heimi.“Strákarnir fyrir fyrstu æfinguna.vísir/andri marinóÆfir mikið Hörður Axel er þekktur fyrir að æfa mikið og leggja ótrúlega mikið á sig. Á því er engin breyting þetta sumarið og hefur hann fengið hjálp frá margfalda Íslandsmeistaranum Gunnari Einarssyni, fyrrverandi leikmanni Keflavíkur, sem er gríðarlega fær einkaþjálfari. „Ég tók góða pásu eftir tímabilið en er búinn að vera í fjórar vikur með Gunna Einars og Haukur Helgi hefur komið með mér,“ segir Hörður Axel, en þeir æfðu í Keflavík. „Það er samt skemmtilegra að vera kominn aftur í landsliðshópinn að æfa. Nú getum við spilað aðeins í staðinn fyrir að maður sé bara einn að „drilla“ eitthvað.“Trúin skiptir sköpum Sem fyrr segir er riðillinn sem Ísland er í nánast lygilegur. Þarna eru saman komnar fimm af svona tíu bestu þjóðum Evrópu í einum og sama riðlinum. Vanmatið verður mikið, segir Hörður Axel, og því er um að gera að nýta það. „Það er ótrúlegt að öll þessi lið geti dregist saman. Ef við horfum á þetta raunsætt líta hin liðin á leikinn gegn okkur sem hvíldardag. Við verðum að notfæra okkur það og mæta tvíefldir til leiks í hverjum einasta leik og trúa að við getum gert eitthvað á móti þessum liðum,“ segir Hörður sem klæjar í puttana að fá að spreyta sig á móti mörgum af bestu leikmönnum álfunnar og heimsins. „Auðvitað er maður spenntur að spila á móti þessum gaurum sem maður hefur fylgst með alla ævi. Ég hef samt spilað við marga í þessu spænska liði og þýska þannig að ég þekki nokkra þarna,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
„Nú er fjörið að byrja. Það var kominn fiðringur í mann en nú er bara mikil spenna,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir okkar hófu æfingar fyrir Evrópumótið í Berlín í síðustu viku. Hörður hefur verið lykilmaður í landsliðinu í nokkur ár og má fastlega búast við honum í lokahópnum á Evrópumótinu í Berlín. Hópurinn var skorinn niður í vikunni og æfa þeir Emil Barja, Darri Hilmarsson og Ólafur Ólafsson ekki oftar með liðinu fram að móti.Verðum að njóta Ísland er í dauðariðlinum á sínu fyrsta stórmóti, en í Berlín mætir liðið heimamönnum frá Þýskalandi og Serbíu, Tyrklandi, Spáni og Ítalíu. Sigurlíkur Íslands eru litlar sem engar. „Ég held að þetta verði bara ævintýri. Við verðum mikið saman og þetta er líka svo skemmtilegur hópur. Það ná allir svo vel saman og því verður bara gaman að taka þátt í þessum,“ segir Hörður Axel. „Að njóta er lykilorðið í þessu. Við erum ekki að fara að vinna Spán með 20 stiga mun eða eitthvað þannig. Við þurfum bara að njóta þess að fá að vera með og sjá svo hvað gerist.“Hörður (til vinstri) veit ekki hvar hann mun spila í vetur.vísir/andri marinóÁnægður með veturinn Eftir fall með Valladolid á Spáni í fyrra sneri Hörður Axel aftur til MBC í Þýskalandi og spilaði með liðinu í efstu deild. Hann kveðst ánægður með þá ákvörðun og spilamennsku sína í vetur. „Ég var mjög sáttur eftir erfitt tímabil á Spáni þar á undan. Það var gott að koma til baka og reyna að endurræsa ferilinn. Ég gerði nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera og geng því sáttur frá borði þaðan,“ segir Hörður Axel sem er nú samningslaus og leitar liðs. „Ég er með umboðsmann í þessu sem sér um mín mál. Ég reyni að hugsa ekkert um þetta en maður er samt alltaf að hugsa um þetta. Maður veit ekki hvar maður er að fara að spila eftir EM og lifa næsta árið. Þessi körfuboltaheimur er skrítinn.“ Eins og fleiri samningslausir í landsliðinu vill Hörður frekar semja fyrir EM til að taka ekki neina áhættu. „Það er rosalega hættulegt að semja eftir EM því þá verða flest lið búin að semja við alla sína menn. Ég vil semja fyrir Evrópumótið þannig að ég geti bara notið þess að spila,“ segir Hörður, en að bíða með að semja gæti líka haft áhrif á frammistöðu hans í Berlín. „Ef ég er líka eitthvað að bíða með þetta verður miklu meiri pressa á mér að standa mig. Maður vill bara njóta þess að spila þarna og sjá hvar maður stendur gegn þessum bestu í heimi.“Strákarnir fyrir fyrstu æfinguna.vísir/andri marinóÆfir mikið Hörður Axel er þekktur fyrir að æfa mikið og leggja ótrúlega mikið á sig. Á því er engin breyting þetta sumarið og hefur hann fengið hjálp frá margfalda Íslandsmeistaranum Gunnari Einarssyni, fyrrverandi leikmanni Keflavíkur, sem er gríðarlega fær einkaþjálfari. „Ég tók góða pásu eftir tímabilið en er búinn að vera í fjórar vikur með Gunna Einars og Haukur Helgi hefur komið með mér,“ segir Hörður Axel, en þeir æfðu í Keflavík. „Það er samt skemmtilegra að vera kominn aftur í landsliðshópinn að æfa. Nú getum við spilað aðeins í staðinn fyrir að maður sé bara einn að „drilla“ eitthvað.“Trúin skiptir sköpum Sem fyrr segir er riðillinn sem Ísland er í nánast lygilegur. Þarna eru saman komnar fimm af svona tíu bestu þjóðum Evrópu í einum og sama riðlinum. Vanmatið verður mikið, segir Hörður Axel, og því er um að gera að nýta það. „Það er ótrúlegt að öll þessi lið geti dregist saman. Ef við horfum á þetta raunsætt líta hin liðin á leikinn gegn okkur sem hvíldardag. Við verðum að notfæra okkur það og mæta tvíefldir til leiks í hverjum einasta leik og trúa að við getum gert eitthvað á móti þessum liðum,“ segir Hörður sem klæjar í puttana að fá að spreyta sig á móti mörgum af bestu leikmönnum álfunnar og heimsins. „Auðvitað er maður spenntur að spila á móti þessum gaurum sem maður hefur fylgst með alla ævi. Ég hef samt spilað við marga í þessu spænska liði og þýska þannig að ég þekki nokkra þarna,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira